Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2012, Síða 26

Læknablaðið - 15.07.2012, Síða 26
TILFELLI MÁNAÐARINS Svar við tilfelli mánaðarins Við segulómskoðun á höfði sást blöðrulaga, æxlislík fyrirferð um miðbik litla heila, 5,3 sm í þvermál. Heilahólf voru víð og bjúg- breytingar sáust aðlægt heilahólfum líkt og við stífluvatnshöfuð (obstructive hydrocephalus). Tveimur dögum síðar var æxlið fjarlægt. Vefjagreiningin var meinvarp, helst frá totumyndandi þvagfæra- þekjukrabbameini (papillary urothelial (transitional cell) carcinoma) (mynd 2). Blöðruspeglun sýndi umfangsmikið æxli í þvagblöðru. Gerð var heflun um þvagrás og 30 g af vef send í vefjagreiningu sem sýndi hágráðu totumyndandi þvagfæraþekjukrabbamein með ífarandi vexti í eiginþynnu (lamina propria). í sýninu sást æxlis- vöxtur aðlægt sléttvöðvaknippum, grunur um vöxt í sogæðum en engin örugg merki um ífarandi vöxt í detrusor vöðva. Tölvu- sneiðmynd af brjóstholi sýndi 1 sm hnút í hægra lunga, hugsanlegt meinvarp. Sjúklingur fór í geisla á höfði í 10 skipti, geislameðferð á blöðru vegna blóðmigu og í endurhæfingu. Hún útskrifaðist heim en hrakaði fljótlega. Lagðist inn á líknardeild þar sem hún lést hálfu ári eftir greiningu. Krabbamein í þvagfæraþekju er um 5% allra illkynja æxla á ís- landi, þrisvar sinnum algengara hjá körlum en konum og er þvag- blaðran langalgengasti upprunastaður! Totumyndandi þvagfæra- þekjukrabbamein er algengasta (90%) vefjagerðin á Islandi líkt og í Bandaríkjunum og V-Evrópu. Meirihlutinn (70%) er yfirborðslæg- ur totumyndandi vöxtur en í um 30% tilvika vex æxli í dýpri lög blöðru eða sjúkdómur er útbreiddu r.2-3 Endurkoma yfirborðslægra æxla eftir meðferð er á bilinu 50-70% þar sem meira en 15% verða vöðvaífarandi á 5 ára tímabili. Af þeim sem hafa vöðvaífarandi æxlisvöxt við greiningu hafa 40% fjarmeinvörp innan tveggja ára og 50% deyja innan 5 ára þrátt fyrir róttæka meðferð. Tæplega 3% reynast vera með meinvörp við greiningu.3 Meðalaldur við greiningu er 70 ár og hlutfallsleg 5 ára lifun á íslandi er um 70%. Flest æxlin sem greinast eru totumyndandi æxli frá yfirborði slímhúðar með góðar horfur. Endurkoma krabba- meinsins er tíð og eftirfylgd mjög mikilvæg! Umhverfisþættir eru taldir skýra flest tilfelli þvagblöðrukrabba- meina. Talið er að helmingur allra tilfella tengist reykingum1-2 og aukast líkurnar eftir því sem einstaklingurinn er útsettari.2 Aðrir áhættuþættir eru vinna með krabbameinsvaldandi efni (sérstak- lega arómatísk amín, til dæmis þ-naphthylamine), kolareykur, langvinnar blöðrubólgur, meðferð með cyklofosfamíði, geisla- meðferð, sýking með Schistosoma hematobium og fjölskyldusaga um blöðrukrabbamein.2 Algengasta einkennið er verkjalaus, stórsæ blóðmiga (85%) en einnig tíð þvaglát, þvagtregða eða sviði við þvaglát!'2 Önnur ein- kenni geta verið verkir í síðu vegna rennslishindrunar í þvagleið- urum, bjúgur á neðri útlimum og þreifanleg fyrirferð í grindarholi. Sjúklingar greinast sjaldnar út frá einkennum sem benda til lengra gengins sjúkdóms, svo sem þyngdartapi eða kvið- og beinverkjum vegna fjarmeinvarpa. I langflestum tilfellum er blóðmiga einnig til staðar.2 Óútskýrð, stórsæ blóðmiga hjá einstaklingi eldri en 50 ára er krabbamein í þvagvegum þar til annað sannast.2 Uppvinnsla felur í sér þvagrannsókn, blöðruspeglun og myndgreiningu á efri þvag- vegum (TS urografia). Aðrar myndgreiningarannsóknir geta hjálp- að til við að meta útbreiðslu. Greiningin fæst með blöðruspeglun Mynd 2. Smásjárskoöunarmynd afmeinvarpinu í heilanum meö breiðum þekjumyndandi æxlisfruma þar sem útlit samrýmisl helst meinvarpi totumyndandi þvagfæraþekjukrabbameins. (HE-litun x 100). 414 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.