Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2012, Qupperneq 31

Læknablaðið - 15.07.2012, Qupperneq 31
UMFJÖLLUN O G GREINAR gagnagrunn landlæknisembættisins, sem er öflugt rannsóknartæki Sjúkdómar tengdir áfengisneyslu „Það eru einnig ýmis tækifæri hér á landi til rannsókna á sjúkdómum tengdum áfengisneyslu. Við ættum að snúa bökum saman með SAA og rannsaka til dæmis hversu margir þeirra sem fá áfengistengda sjúkdóma fara í meðferð. Það er stundum talað um að fólk verði fyrir lífsreynslu, svokallaðri „sobering experience" sem leiðir til þess að það hætti skaðlegum lífs- háttum. Reyni að fá annað tækifæri til að lifa lífinu. Ung kona sem kom til okkar hætti alveg að drekka áfengi þegar hún fékk lífshættulega áfengistengda lifrar- bólgu. Þess vegna væri forvitnilegt að vita hversu stór hluti þeirra sem fá til dæmis skorpulifur fara í meðferð og hætta alveg að drekka. Það eru svo fjöldamargir sjúk- dómar sem tengjast áfengisneyslu beint „Möguleikarnir eru fjölmargir og ég tel að rannsóknir hér á landi eigi góða möguleika til að eflast íframtíðinni." eða óbeint, brisbólgur og lifrarsjúkdómar til dæmis." Allt hefur kosti og galla Ef við lítum frá rannsóknunum og að fjölda meltingarlækna hér á landi, eru þeir nógu margir? „Já, svo virðist vera. Þeir eru liðlega 20 talsins og tiltölulega auðvelt að komast að hjá þeim. En þótt þeim fjölgi virðist vera nóg að gera hjá öllum. Hér er blandað kerfi sem er að mörgu leyti gott. Allir geta pantað tíma hjá meltingarlækni úti í bæ. Það léttir óneitanlega á Landspít- alanum, við fáumst frekar við alvarlegri tilfelli, blæðingar og grun um krabbamein í meltingarvegi, og á spítalanum er einnig fylgt eftir sjúklingum eftir lifrarígræðslu, en léttari tilfellin eru frekar meðhöndluð á einkastofum. Þetta er auðvitað ekki full- komið kerfið út frá sjónarhóli Landspítal- ans, við vildum gjarnan hafa fleiri í 100% stöðu, en læknarnir segjast ekki lifa á laun- unum sem fást hjá okkur. Það er því að mörgu leyti ágætt fyrir sjúklinga að geta sótt þjónustu utan spítala en gallarnir eru helst þeir að fólk í hlutastarfi nýtist ekki eins vel í kennslu og þeir sem eru í fullu starfi og geta ekki sótt fundi hvenær sem er. Allt hefur sína kosti og galla. Það er verið leitast eftir að ráða fleiri í fullt starf og hér á Landspítala er þróunin í þá átt að göngudeildarþjónusta hefur farið vaxandi, nú er mælt með að allir sjúklingar sem hafa verið lagðir inn komi í að minnsta LÆKNAblaðið 2012/98 419

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.