Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2012, Page 50

Læknablaðið - 15.07.2012, Page 50
Ritstjórn vill fá fleiri raddir kolleganna til að hljóma. í þessu skyni hefur blaðið kallað eftir pistlum frá formönnum sérgreinafélaga og undirdeilda Læknafélags íslands og Reykjavíkur. Félag íslenskra meinafræðinga Guðrún Svanborg Hauksdóttir Formaöur gusvhauk@landspitali.is Félag íslenskra meinafræðinga var stofnað í desember árið 1993. Nafn félagsins er í samræmi við gildandi sérfræðireglugerð. Samkvæmt henni er 20. sérgreinin meina- fræöi, og undir henni tilteknar sérgrein- arnar: blóðmeinafræði, klínísk lífefna- fræði, meinalífeðlisfræði, meinefnafræði, ónæmisfræði, sýklafræði, vefjameinafræði og veirufræði. Það má spyrja sig hvers vegna þessar sérgreinar skuli allar vera settar undir einn hatt, í stað þess að vera skilgreindar sérstaklega eins og aðrar sérgreinar. Þetta eru allt sjálfstæðar sér- greinar sem hafa fæstar mikið sameigin- legt með hinum sérgreinunum fyrir utan það að vera að mestu unnar á rannsóknar- stofum, en minna innan um sjúklinga. Það sama á líklega að mestu við um blóð- gjafarfræði, eiturefnafræði og lyfjafræði, en þessar sérgreinar eru tilgreindar sér- staklega í sérfræðireglugerðinni. Það fer ekki hjá því að þarna virðist vera gert upp á milli sérgreina án þess að fyrir því séu góð rök. Sennilega er þetta draugur for- tíðar sem verður vonandi kveðinn niður í næstu sérfræðireglugerð. Félagar í Félagi íslenskra meina- fræðinga eru sérfræðingar í þeim greinum sem falla undir meinafræði, ásamt sér- fræðingum í blóðgjafarfræði. Þeir eru nú um 50 talsins, eða um 5% starfandi lækna á íslandi. Félagið er hagsmunafélag, einkum faglega. Hagsmunirnir eru marg- víslegir, þar má meðal annars nefna bæði sérmenntun og símenntun. Eitt verður þó að teljast með mikilvægustu hagsmunum félagsins, en það er að læknir sem er sér- fræðingur á rannsóknarstofu beri ávallt faglega ábyrgð á rekstri stofunnar. Því virðist þó ekki vera svo farið og ekki að sjá að lög og reglugerðir styðji það. Sá sem hyggst hefja rekstur skal senda tilkynn- ingu um það til landlæknis ásamt upp- lýsingum um reksturinn. Staðfesti land- læknir að reksturinn uppfylli ákveðnar lágmarkskröfur og ákvæði heilbrigðis- löggjafar má hefja starfsemina. Þessar faglegu lágmarkskröfur snúa að húsnæði og aðstöðu, tækjum, búnaði og mönnun. Einungis heilbrigðisstarfsmenn sem hafa til þess starfsleyfi mega veita þjónustuna. Heilbrigðisstarfsmaður er „einstaklingur sem starfar við heilbrigðisþjónustu og hlotið hefur leyfi heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra til að nota starfsheiti löggiltrar heilbrigðisstéttar". Nú í maí voru samþykkt ný lög um heilbrigðisstéttir. Samkvæmt þeim eru löggiltar heilbrigðis- stéttir: Áfengis- og vímuvarnaráðgjafar, félagsráðgjafar, fótaaðgerðafræðingar, geislafræðingar, hjúkrunarfræðingar, hnykkjar (kírópraktorar), iðjuþjálfar, lífeindafræðingar, ljósmæður, lyfja- fræðingar, lyfjatæknar, læknar, læknarit- arar, matartæknar, matvælafræðingar, náttúrufræðingar í heilbrigðisþjónustu, næringarfræðingar, næringarráðgjafar, næringarrekstrarfræðingar, osteópatar, sálfræðingar, sjóntækjafræðingar, sjúkra- flutningamenn, sjúkraliðar, sjúkranudd- arar, sjúkraþjálfarar, stoðtækjafræðingar, talmeinafræðingar, tannfræðingar, tann- læknar, tannsmiðir, tanntæknar og þroska- þjálfar. Landlæknir getur veitt einstak- lingum leyfi til að kalla sig sérfræðinga innan löggiltrar heilbrigðisstéttar, hafi ráðherra löggilt það. Nú fá sérfræðileyfi félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðingar, líf- eindafræðingar, lyfjafræðingar, sálfræð- ingar, sjúkraþjálfarar og tannlæknar, auk lækna. í sóttvarnarlögum er fjallað um smit- sjúkdóma og sjúkdóma af völdum eitur- efna og geislavirkra efna. Samkvæmt þeim skulu rannsóknarstofur sem fáist við rann- sóknir á sýnum frá sjúklingum með þessa sjúkdóma hafa starfsleyfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Þær eiga að hafa öðlast faggildingu á rannsóknunum, en hægt er að veita takmarkað og tímabundið starfsleyfi sé viðhaft virkt gæðaeftirlit. Það er ekki ótvírætt í lögum eða reglugerðum að læknir eigi að starfa á rannsóknarstofum, hvað þá að hann skuli bera faglega ábyrgð á starfseminni. í öllum starfsstéttum er fjöldi mjög hæfra einstaklinga sem standa sig frábærlega í starfi, en einnig aðrir sem sinna sínu ekki sem skyldi. Þetta á við um lækna sem aðra. Það er þó sérstaða lækna að þeir hafa allir mjög langt nám að baki og breiða þekkingu á sjúkdómum, ásamt því að hafa unnið við meðhöndlun sjúklinga í lengri tíma. Þeir hafa því dýpri skilning á þeim sjúkdómseinkennum sem leiddu til þess að rannsóknar var óskað. Læknar geta því best valið þá rannsókn sem hentar hverju sinni og túlkað niðurstöðurnar fyrir þann lækni sem sýnið sendi. Með nýjum lögum um heilbrigðisstarfs- menn falla úr gildi læknalög. Þar með fellur úr gildi ákvæðið sem bannar skottu- lækningar. Þar segir: „Það eru skottulækn- ingar er sá sem ekki hefur leyfi samkvæmt lögum þessum býðst til þess að taka sjúk- linga til lækninga, gerir sér lækningar að atvinnu, auglýsir sig eða kallar sig lækni, ráðleggur mönnum og afhendir þeim lyf sem lyfsalar mega einir selja." Hlutverk landlæknis er meðal annars að hafa eftirlit með heilbrigðisþjónustu og heilbrigðis- starfsmönnum. Það er ljóst að landlækni ber ekki að hafa eftirlit með þeim sem ekki eru heilbrigðisstarfsmenn eða vinna við heilbrigðisþjónustu. Er þá enginn sem hefur þessa eftirlitsskyldu? Nýlega var til umræðu auglýsing um smásjárskoðun á blóði og í kjölfar þess ráðleggingar varð- andi heilsufar. Það getur verið að þær ráð- leggingar byggi á einhverjum rannsóknum eða fræðum, en er einhver sem gengur úr skugga um það? 438 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.