Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2013, Page 35

Læknablaðið - 15.06.2013, Page 35
UMFJÖLLUN O G GREINAR telur upp kostina fyrir sérfræðimennt- aðan lækni að búa erlendis. „Aðstaða til rannsókna á stærsta háskólasjúkrahúsi Svíþjóðar er eflaust betri og þar í landi eru gagnagrunnar heilbrigðiskerfisins mun stærri en hér, sem er kostur fyrir þær faraldsfræðilegu rannsóknir sem ég hef verið að gera. Styrkjaumhverfið er líka hagstæðara, styrkir eru fleiri og stærri. Launin eru miklu betri en hér svo ekkert af þessu stenst í rauninni samanburð. Hvað togar mann þá heim? Það er allt hitt „Ég heffengið mjöggóðar undir- tektir við styrkumsóknum mínum hér heima og tryggt fjármagn bæði frá innlendum og erlendum aðihim til rannsókna næstu þrjú árin," segir Sigurður Yngvi Kristinsson prófessor í blóðsjúkdómum. sem skiptir máli til að lifa góðu lífi. Það er stórfjölskyldan, vinirnir, umhverfið, landið og náttúran og svo er þetta ekki síst ákvörðun um hvar maður vill að börnin alist upp. Svo bauðst mér rannsóknarstaða sem gerir mér kleift að byggja upp rann- sóknarhóp í kringum það sem ég hef verið að gera á Karolinska sem hafði vitaskuld einnig áhrif á ákvarðanatökuna. Að öllu samanlögðu erum við hjónin algjörlega sammála um að þetta hafi verið rétt ákvörðun hjá okkur." Enn með tengsl við Karólinska Sigurður Yngvi leggur áherslu á að þrátt fyrir flutninginn sé hann ekki búinn að slíta tengslin við fyrri vinnustað. „Ég er með áframhaldandi samstarf um rann- sóknir við Karolinska Institutet og fjölda annarra rannsókna sem unnar eru í sam- starfi við National Institute of Health í Bandaríkjunum og það er ekkert meira mál að sinna þeim héðan en annars staðar. Rannsóknaumhverfið er orðið svo alþjóð- legt og tæknin er orðin svo handhæg að það er nánast sama hvar maður er stað- settur." Hann segist hafa undirbúið flutninginn til íslands vel og lengi og kynnt sér vel hvaða rannsóknir hann gæti stundað hér ásamt því að halda áfram þeim rann- sóknum sem hann hefur þegar hafið. „Ég hef fengið mjög góðar undirtektir við styrkumsóknum mínum hér heima og LÆKNAblaðið 2013/99 307

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.