Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Blaðsíða 47
LANDSLAG MOGULEIKANNA
fyrirmynd „gnðanna“ auk þess að teikna risastórar myndir í eyðimerkur-
svörðinn þeim til dýrðar.
Til samanburðar við kenningar von Dániken standa fjölmargar til-
raunir fræðimanna tdl að koma einhverri reglu á jarðmyndirnar og út-
skýra hlutverk þeirra og tdlgang. Engu að síður fóru fram til ársins 199648
nánast engar fornleifarannsóknir ffam á svæðinu eða á Nasca-menn-
ingunni.49 Stoðirnar undir hugmyndum fræðimanna, bæði um aldur
jarðmyndanna og menningarsögulegt samhengi þeirra, voru því ávallt
afar veikburða. Langlífustu tdlgátumar um jarðmyndirnar í Nasca hafa
gengið út á það að línurnar séu stjörnukort eða að þær tengist tímatali á
einhvem hátt, séu eins konar almanak.50 Aðrar hugmyndir byggja á því
að jarðmyndirnar standi í einhverju samhengi við uppsprettur og flæði
vatns neðanjarðar. Þessar kenningar hafa byggst á pósitívískum hug-
myndum um að hægt sé að útskýra tilgang og hlutverk jarðmyndanna út
frá hlutlægni aðferðarinnar, þ.e.a.s. með því að mæla þær upp og t.d. bera
þær saman við gang himintungla. Aftur á móti hafa þessar pósitívísku
tdlraunir tdl að koma böndum á jarðmyndirnar í Nasca mistekist og njóta
þær nú lítdls stuðnings. I dag hafa eldri kenningar um að jarðmyndirnar
séu stdgar eða leiðir fyrir helgigöngur mtt sér ffekar tdl rúms.
En er einhver eðlismunur á röksemdafærslu von Dániken og fornleifa-
ffæðinga? Það má segja að munurinn felist bara í aðferðinni. Þó að að-
ferðin sé spillt, eins og Lucas kemst að orði, og túlkun og aðferð séu ekkt
aðgreinanleg, þá er aðferðin engu að síður leið okkar fomleifafræðinga
að takmarkinu sem er endursköpun sögunnar. Von Dániken hafnar aftur
á mótd aðferðinni algjörlega í söguskoðun sinni. Sköpunarhyggja er
innihaldið í kenningum hans enda era jarðmyndirnar í Nasca upphaflega
ekld verk mannanna heldur innflutningur ffá öðmm hnöttum.
Ef kenningar von Dániken em viðurkenndar sem ein af mörgum
jafngóðum skýringum á jarðmyndunum í Nasca þýðir það þá ekki að í
raun sé allt leyfilegt í túlkun fornleifa? Og er það ekki bara hrein og bein
afstæðishyggja? Má vera - en lausnin felst þó ekki í því að hverfa tdl vís-
indahyggju og trúar á staðlaða aðferð sem færi okkur sannleikann. Marg-
breytni túlkana, eins og faglaus hugsun viðurkennir, skilur okkur ekki ein
48 Árið 1996 hófust yfirgripsmiklar landfræði- og fornieifarannsókmr í Palpa-dal í
Nasca sem stjómað er af svissneskum aðilum.
49 Markus Reindel, „Spurensuche im Wiistensand“, bls. 16.
50 Sama rit, bls. 15; Michael E. Moseley, The Incas and their Ancestors. 2. útg., Thames
& Hudson, London 2001, bls. 202.
45