Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Blaðsíða 54
STEINUNN KRISTJÁNSDÓTTIR
samhengi og stofhun Kristnihátíðarsjóðs síðan notuð sem dæmi um leið
þar sem fornleifafræði er nýtt til sköpunar og endurnýjunar sameiginlegs
og félagslegs minnis. Loks verður sýnt fram á hvernig fræðilegar undir-
stöður nútnna fomleifafræði ganga að mörgu leyti gegn markmiðum
sjóðsins.
Minni og tengsl þess við fomleifafræði
A undanfömum ámm og áratugum hafa fræðimenn á ólíkum stúðum
gefið minninu (memory / remembrance / mnemonics) gaum í auknum mæli
við rannsóknir sínar.2 Aður hafði minnið að mestu verið viðfangsefni
félags- eða sálfræðinga en er í dag tahð einn af mörgum lykilþáttum sem
leggja skal áherslu á við hvers kyns rannsóknir og fræðistörf. Settar hafa
verið fram margar kenningar um áhrif minnisins á sögulegar skýringar,
ákvarðanir yfirvalda og jafnvel menningarlega sjálfsmynd einstakhnga.
Flestir fræðimenn, sem stundað hafa rannsóknir af einhverju tagi á
minninu, telja jafriframt að minnið sé hverjum og einum mikilvægur
stuðningur við að skilgreina sjálfan sig í eigin samfélagi.
Minni (það að muna) á sér margvíslegar birtingarmyndir. Það getur
verið óáþreifanlegt, t.d. það sem eftir lifir af atburði í huga einstaklings-
ins eða hóps fólks, jafnt sem áþreifanlegt, þar sem það birtist efnislega í
því sem manneskjan hefur meðvitað eða ómeðvitað skilið eftir sig.
Minningar (það sem er munað) eru oft hverfular, jafnvel síbrejtilegar en
2 Sjá t.d. Pierre Nora, „Between Memory and History,“ Les Lieux de Mémoire. Re-
presentations, 26 (1989), bls. 7-25; John R. Gills, „Metnory and Identity: the History
of a Relationship.“ Commemorations. John R. Gills (ritstj.), Princeton: Princeton
University Press 1994, bls. 3-24; John Urry, „How societies remember the past.“
The Editorial Board ofThe Sociological Review (1996), bls. 45-65; CorneliusJ. Holtorf,
,Megalits, Monumentality and Memory.“ Archaeological Review from Cambidge. 14
(1997), bls. 45-65; Joseph J. Kovacik, A Social/Contextual Archaeology of Chaco
Canyon, New Mexico: Collective Memory and Material Culture Amongst the Chaco
Anasazi. PhD thesis. University of Cambridge 1996; Guðmundur Hálfdanarson,
Islenska þjóðríkið, uppruni og endiimrk. íslensk menning II. Adolf Friðriksson og Jón
Karl Helgason (ritstj.). Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag og Reykjavíkur-
Akademían 2001; Bjornar Olsen, Material culture after text: re-membering
things.“ Nonvegian Archaeological Reviecw 36 (2003), bls. 87-104; Ruth M. Van Dyke
og Susan E. Alcock, „Archaeologies of Memory: an Introduction.“ Archaeologies of
Memory. Ruth M. Van Dyke og Susan E. Alcock (ritstj.). Oxford: Blackwell Publish-
ing 2003, bls. 1-13; Sigurður Gylfi Magnússon, Fortíðardraumar. Sjálfibókmenntir á
Islandi. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 9. Reykjavrk: Háskólaútgáfan 2004.
52