Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Blaðsíða 227
TVEIR HJARTANS VINIR: FORNLEIFAFRÆÐI OG TEXTAR
ekki?“ En hættan leynist í leiðindunum sem fylgja í kjölfarið: Þegar við
höfum dreift öllum hlutum nýja leikfangsins á gólf leikherbergisins,
virkar það ekki lengur, enda þótt við vitum hvemig það virkaði (þegar það
virkaði).
Til að skilgreina hvað það er sem við reynum að grafa úr fortíðinni
þannig að sú skilgreining nýtist fornleifafræðingum sem fást við texta
hefúr Barbara Little kynnt til sögunnar “myndar“-hugtakið (e. image)
sem þann frumþátt sem er texta, mynd og efni sameiginlegur (1992b, bls.
219). „Myndir af öllu tagi eru undirstaða habitus-hugtaks Bourdieus
(1984) og formmyndunar (e. structuratiori) Giddens (1979), en hvort-
tveggja hefur verið notað til að koma skipulagi á fornleifafræðilega
túlkun“ (sama). Með því að velja úr þeim myndum sem „er að finna í
félagslegu og stjómmálalegu samhengi en um leið móta þau“ má færa
texta og grip í búning hvors annars. Meiri möguleikar eru þó fólgnir í
muninum á þeim en með því að halda því fram að þeir séu eins: „Texta
má túlka sem hlut en kraftmestur er hann á eigin forsendum, sem texti.
A svipaðan hátt má túlka hlut sem texta en þegar hann er túlkaður á eigin
forsendum - ekki sem texti heldur sem hlutur - skilst í hverju kraftur
hans er fólginn“ (bls. 220). „Að nota texta sem myndlíkingu fyrir stofn-
anir og hegðun getur verið gagnlegt, eins og samlíking stundum er, ekki
sem markmið í sjálfu sér, heldur sem upphafspunktur11 (bls. 217).
Þótt Christopher Tilley fallist á að halda beri í greinarmuninn á texta
og hlut býður harm okkur að festa heitið „myndlíking“ í sessi sem lýsingu
á því sem hvort tveggja snýst um. Samsetning hluta á rætur sínar að rekja
til fjölda ósýnilegra uppsprettna eða fræja (ég býst við að þetta sé það sem
„margræðni“ (e. ,,polysemy“) á að merkja) og hleður síðar utan á sig
lögum myndrænnar merkingar „eins og laukhringjum“ (1999, bls. 266).
Og svo er hægt að velta fyrir sér „nykruðum líkingum“, sem eru nógu
þroskaðar til að vera afbyggðar (bls. 266 og 271). DNA gæti verið enn
betri samlíking en „nykraðar líkingar“ eða laukurinn, því það tjáir í senn
frumuppruna fyrir fæðingu og það líf áhrifa og hagnýtingar sem við
tekur, gæti átt við fólk, dýr, hluti og raunar hvað sem er, upp að vissu
marki. Beiting myndlíkinga við að lýsa ákveðinni ímyndaðri fortíð á sér
þegar langa og gagnlega sögu, eins og Tilley gefur til kynna: „Hin
varanlegu áhrif verka Lévi-Strauss fyrir rannsóknir á efhismenningu
liggja ekki í dæmigerðum andstæðupörum strúktúralískrar greiningar,
heldur í meistaralegri beitingu hans á myndlíkingum“; honum tekst með
225