Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Blaðsíða 177
„ANNARS AUMKA ÉGINDÍANA
í febrúarmánuði árið 1913 er Stephan enn sestur upp í lest, og í þetta
sinn fer hann vestur yfir KJettaþöllin í boði íslenskra vina á vestur-
ströndinni. I þeirri ferð eða upp úr henni yrkir hann kvæðaflokkinn
Ferðafóggur?1 Þetta er tilkomumikill bálkur þar sem hugsunin fer hærra
en sjálf Klettafjöllin, sem auðvitað hrífa skáldið, og langar ferðir eru
famar, miklu lengri en þær sem „sípíar“ fer, og er hann þó mesti ferða-
langur. Umræðuefiúð snertir m.a. sköpun landsins og samband manns
við náttúruna, dulúð sjávarins sem Stephan sá nú eftir langan aðskilnað,
eyðingu skóga22 og örlög þjóða. I kvæðinu er dulinn þráður milh indíána
og Islendinga, ekki bein tengsl eða samlfking eins og í kvæðinu Indtánar,
heldur er eins og maður eigi að skynja þetta ffemur en að festa hendur á.
I íjórða kafla fyrsta hluta kvæðisins verða fjöll fyrir sem hljóta reyndar
ekki náð fyrir augum skáldsins, þau era flakandi í sárum og minna á „rifin
tjöld indíána“. Þá koma Stephani íslensk fjöll fyrir hugskotssjónir og
hrifningin yfir þeim leynir sér ekki. I næsta kafla koma svo indíánar til
sögu eða öllu heldur horfin byggð þeirra:
Skröltir þorp. En eitthvert dauðadá
dúrir vatnsins legsteinsfleti á,
sem þar figgi hðinn fjallsins andi -
fitverpt, eins og skini tun það í dag
verðgangsþjóðar vetrar sólarlag,
sestrar áður sumar komst að landi.
Einu menjar bera byggð og haf,
bjöguð nöfn, sem hðin tunga gaf
stöðvum hennar, stöfuð röngum munnum. -
Stef mér heyrist kveðið valnum í:
„Okkar menning hóf sig hæst á því,
að við deyja karlmannlega kunnum“.
á ástandi í indíánabyggð við Sandy River, ekki langt frá Sandy Bar, bóluveturinn
1876-1877: „Við Sandy River var stórt þorp, bæði tjöld og hús. Ekki var þar nokkur
manneskja lifandi, um 200 dáið. Við kveiktum í öllu, og brann það til kaldra kola ...“
(Guðjón Amgrímsson. Nýja Island, bls. 158).
21 Andvökur II, bls. 408-423. Sigurður Nordal birtir aðeins hluta þess kvæðaflokks í
úrvali sínu og Finnbogi Guðmundsson tekur kvæðið ekki upp í úrvalið frá árinu 1998.
22 Það er athyglisvert hve snemma Stephan fer að ræða um eyðingu skóga, sbr. Viðar
Hreinsson. Landneminn mikli, bls. 253.
T75