Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Blaðsíða 75
STAÐA ÍSLENSKRAR FORNLEIFAFRÆÐI
almenningur, og þar með taldir stiómmálamenn og nefndarmenn, hafa
ekki fengið nein skýr skilaboð frá okkur um hvað við erum að gera eða
til hvers við erum að því. Við höfum ekki skilgreint viðfangsefni - á sama
hátt og Kristján Eldjám gerði t.d. - sem höfða til fólks, eða rannsókna-
spumingar sem augljóslega krefjast tafarlausra svara. Þó að mikið haíi
verið grafið á Islandi undanfarin tuttugu ár hafa niðurstöður þeima upp-
grafta ekki nema að mjög htlu leyti haft áhrif á fræðilega umræðu, hvað
þá á söguvitund þjóðaiinnar. Það stafar ekki bara af því að oft gengur
hægt að ganga frá rannsóknum til útgáfu heldur miklu fremur af því að
flestir stærri uppgreftir síðustu tveggja áratuga hafa verið reknir án
skýrra rarmsóknamarkmiða. Menn grafa til þess að grafa og í þeirri von
að eitthvað, bara eitthvað, finnist sem varpað gæti ljósi á gömul álitamál.
Aðeins í undantekningartilfellum hafa íslenskir fornleifaffæðingar reynt
að setja fram tilgátur sem byggja á fomleifaheimildum og yfirleitt em
þær innan hinnar sagnfræðilegu eða bókmenntafræðilegu hefðar og
langoftast um smáatriði en ekki um aðalatriði sem hugsanlega gætu vakið
athygfi utan fræðigreinarinnar.
Við íslenskir fomleifafræðingar höfum því ekki kvatt okkur hljóðs. Við
höfum ekki sýnt fram á að fokdýrar rannsóknir okkar skipti í raun nokkm
máh fýrir fræðilega umræðu, íslenskt samfélag eða söguvitund þess - og
það segir sig sjálft að slíkt gengur ekki til lengdar. Fyrr eða síðar mun
einhver stjómmálamaðurinn átta sig á því að miðað við fjárveitingar er
eftirtekjan rýr og að minnisvarða sé e.t.v. hægt að reisa sér á ódýrari hátt.
Það er auðvitað ekki ásættanlegt að ffæðigreinin sé háð slíkum duttl-
ungum til lengdar. Það er ennþá síður ásættanlegt að fræðigreinin komist
upp með að leggja ekkert til málanna - fomleifaffæðingar geta ekki sætt
sig við þetta sjálfsvirðingar sinnar vegna og samfélagið, sem borgar
brúsann og ætti að njóta ávaxtanna, getur ekki sætt sig við það heldur.
Eg hef ekki áhyggjur af því að íslenskir fomleifafræðingar muni ekki
leggja eitthvað ferskt til málanna á næstu ámm. Eg óttast hins vegar að
þeir séu helsti værukærir, sáttir við að stunda sitt handverk, að grafa, skrá,
flokka og raða, án þess að þeim finnist að það standi endilega upp á þá að
útskýra hvaða merkingu gögnin hafa sem þeir hafa grafið upp af svo
mikilli kostgæfni. Að þeir telji það jafnvel ekki vera hlutverk sitt að segja
söguna um fortíðina, eða að þeir telji að hlutverk þeirra takmarkist við að
skrifa neðanmálsgreinamar við söguna.
Þessu verður aðeins breytt með betri menntun, meðvitund um hvað er
73