Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Blaðsíða 143
.FRÆGÐIN HEFUR EKKERT BREYTT MER‘
Gagnrýnendur hugmyndarinnar voru fleiri. Kristinn E. Hrafhsson
myndlistarmaður deildi á hana í tveimur greinum í Morgunblaðinu.n
Hann segir Kaldárhöfðasverðið hugsanlega vera enskt eða frá Rínarlönd-
um og að í uppruna sverðsins megi sjá afar skemmtilega tilvísun „í sam-
vinnu og einingu staðfastra vesturheimsþjóða sem nú fara um heiminn
með reiddan brand í hendi og eiga sér þarna sameiginlegt tákn úr
fortiðinni“. Að baki þessari fullyrðingu býr sú hugmynd að risasverðið á
Melatorgi segi okkur eitthvað um vaxandi hernaðarhyggju í íslensku
samfélagi. Er vopnið, líkt og sú ákvörðun ráðamanna að styðja stríðið í
Irak, hluti afvígreifri hugsun samtímans?13
I svargrein sinni heldur Snorri Már Skúlason því fram að andstaðan
við granítsverðið sýni þörf til að kveða niður óþægilega fortíð í stað þess
að horfast í augu við hana og þalla um hana af hreinskilni:
Sverð landnámsaldar eru hluti af okkar menningararfi og hluti af
safnkosti Þjóðminjasafns Islands. Fjölmennar orrustur Sturlunga-
aldar með tilheyrandi mannfalli eru hluti af sögu okkar. Tilraunir til
að sótthreinsa hana af því sem er óþægilegt eru ekki sú söguskoðun
sem er sæmandi menningarþjóð eins og okkar. [...] Það að nota
meira en þúsund ára gamalt víkingasverð í þessa táknmynd er ekki
tilviljun. Sverðið er hluti af merki Þjóðminjasafhsins, það er hluti af
safhkosti Þjóðminjasafnsins, það er hluti af sögu okkar íslendinga.14
Að mati Snorra leitast andstæðingar sverðshugmyndarinnar við að hafha
raunverulegri fortíð Islendinga, að afheita henni. Aldrei virðist hvarfla að
Snorra að með risasverðinu sé reynt að hefja þessa fortíð á loft og að það
sé einmitt sú upphafning sem helst angri gagnrýnendur hugmyndarinnar.
Arni Björnsson þjóðháttafræðingur efast reyndar um sannleiksgildi
þeirrar fortíðar sem Snorri Már dregur ffam. Ami bendir á að tæplega
átta metra hátt sverð á Melatorgi sendi afar villandi skilaboð, ef því sé
12 Sjá Kristinn E. Hrafhsson: „Þjóðminjasafhið fær hugmynd", Morgunblaðið, 19. maí
2004; og „Sverðadansinn“, Morgunblaðið, 7. júní 2004.
13 Sams konar hugsun má finna í sýningarbæklingi Þjóðminjasafhsins, „Fortíð mætir
framtíð“, en þar segir um myndina sem dregin er upp af íslensku þjóðinni á
sýningunni „Þjóð verður til“: „Sú mynd felur í sér endurmat á sögunni og lýsir því
Islendingum samtímans um leið og hún lýsir gengnum kynslóðum.“ Sjá „Fortíð
mætir framtíð", Þjóðminjasafh Islands. Reykjavík, 2004.
14 Snorri Már Skúlason: ,Af hugmynd um sverð“, Morgunblaðið, 2. júní 2004.