Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Blaðsíða 159
„FRÆGÐIN HEFUR EKKERT BREYTT MÉR“
réttmæt ef vísað er í ættkvíslina homo, en elstu minjar um frummenn eru
um tveggja milljóna ára gamlar.54 Ættstofh nútímamannsins (sem Islend-
ingar eru gjaman sagðir heyra undir) má aftur á móti rekja mun skemmra
aftur en við erum „mjög ung tegund í þróunarfræðilegum skilningi“,
urðum „til í Afríku fyrir einungis um það bil 150 þústmd árum“, eins og
fræðast má um á Vísindavef Háskóla Islands.55 Fullyrðing af þessu tagi er
á mörkum þess að geta talist rangfærsla. Því miður er setningin dæmi-
gerð fyrir þá ónákvæmni í hugsun sem birtist víða í leiðbeiningarritinu
Þjóð verðnr til og svo einnig á skýringarspjöldum sýningarinnar sjálfrar.
Frá fyrstu tveimur tímaskeiðum Islandsbyggðar (800-1200) em til
sýnis ýmis áhöld sem notuð vom í daglegum störfum, s.s. til matargerðar,
fiskveiða, landbúnaðar, járngerðar, í ullar- og tóvinnu, eða í framleiðslu
á vaðmáh. En þar er eirmig að finna ýmiss konar skart- og skrautgripi,
trúartákn og silfursjóði, auk safns alls kyns vopna. Þar er einnig varpað á
tjald korti af Islandi sem birtir dreifingu byggðar eins og hún var
samkvæmt Landnámabók og svo 1703 eins og henni er lýst í fyrsta maxm-
talinu. Einnig má þar sjá dreifingu landnámslagsins sem myndaðist í gosi
870-880, og samanburð á gróðurlendi og dreifingu birkiskóga við
landnám og nú til dags. Allt em þetta afskaplega handhægar upplýsingar
sem koma að góðum notum þegar sýningargestir reyna að gera sér í
hugarlund lífið við upphaf Islandsbyggðar.
Frá tímabihnu 1200-1400 rísa hæst ýmiss konar munir sem tengjast
ritmenningu Islendinga, klausturlifnaði og kirkjuhaldi. Þar sem elstu
byggingar landsins em frá 18. öld er reynt að draga trúarfrf Islendinga á
síðmiðöldum fram í skýrari dráttum með því að sýna líkan af miðalda-
dómkirkjunni í Skálholti eins og hún leit hugsanlega út, en grunnur
hennar var tæpir 5 0 metrar. Það kæmi mér ekki á óvart ef gestir safhsins
hyrfu frá sýningunni með hvað sterkasta tilfinningu fyrir kaþólsku
54 Homo habilis kom fram á sjónarsviðið fyrir réttum tveimnr milljónum ára og dó út
fyrir 1,5 milljóntim ára. Homo erectus verður til um svipað leyti og deyr út fyrir
hálfri milljón ára. Færð hafa verið rök fyrir því að homo sapiens, forfaðir
Neanderdalsmannsins (homo sapiens neandertalensis) og nútímamannsins (homo
sapiens sapiens), hafi verið uppi frá því um 400.000 til 200.000. Frekari upplýsingar
um ættartré mannsins má sjá á heimasíðu Washington State University, sjá:
http ://www. wsu.edu: 8 001/vwsu/gened/learn-modules/top_longfor/
timeline/timehne.html [sótt 23.11. 2004]
" Sjá ffekar um þróunarsögu og aldur mannsins á Vísindavef HL Agnar Helgason og
Þorsteinn Vilhjálmsson svara spumingunni „Hvers vegna er mannkynið svo erfða-
ffæðilega einsleitt sem raun ber vitni?“ Sjá http://visindavefur.his.is (sótt 23.11. 2004).
x57