Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Blaðsíða 119
UNDIR HÆLUM ATHAFNAMANNA
hvers er þetta?“ ... Ef gangvirki landsins í heild er gott, þá er hver
hluti þess góður, hvort sem við skiljum haim eða ekki. Ef lífríkið
hefur á þúsundum og milljónum ára byggt upp eitthvað sem okkur
geðjast að en við skiljum ekki, hver nema fáráðlingur mundi þá losa
sig við þá hluta sem virðast gagnslausir? Að geyma hvern fleyg og
hvert hjól er fyrsta varúðarráðstöfun listasmiðsins.21
Ef útgangspunktur okkar er ekki „sannir hagsmunir manna“ þar sem htið
er á slíka hagsmuni sem aðgreinda frá hagsmunum þeirrar náttúru sem
maðurinn er hluti af, heldur spurningin um það hvemig við getum sem
manneskjur lifað vel í sambúð við og sem hluti af náttúrunni, þá þurfum
við engar viðbótarástæður fyrir því hvers vegna vistfrœðilegt mikilvægi er
mikilvægt fyrir okkur sem manneskjur.
Tilvistargildi
Loks fjalla ég um það sem hefur verið kallað tilvistargildi (e. existence
value) en það hefur verið skilgreint á eftdrfarandi hátt:
Gildi sem einstaklingur gefur tilteknum hlut óháð því hvort
velferð einstaklingsins breytist við það að þessi hlutur haldi
áfram að vera til.22
Náttúruverndarsinnar hafa vísað til einhvers í ætt við tilvistargildi þegar
þeir hafa haldið uppi vömum fyrir hin ósnortnu víðerni norðan Vatna-
jökuls. Og þessar vamir hafa á köflum verið fundnar ærið léttvægar.
Getur vísun í tilvistargildi, eins og það er skilgreint hér, verið nokkuð
annað en órökvís tilfinningabrími? Hvernig getur eitthvað haft gildi fyrir
einstakling án þess að einstaklingurinn telji að það sé til hagsbóta fyrir
hann, þ.e. auki velferð hans? Aður en við reynum að svara þessari spurn-
ingu skiptir máli að við gemm skýrari grein fyrir því hvað við meinum
með ‘velferð’. Hvað þýðir það að velferð einstaklingsins breytist ekki?
Velferð í þessu samhengi er stundum skilin efhalegum skilningi. Ef
velferð mín batnar, þá þýðir það að ég kemst betur af. Eg hef kannski
21 Aldo Leopold, Round River, 1933. Tilvitnunin er tekin úr bók Guðmundar Páls
Olafssonar, Uni víðemi Snæfells, Mál og menning 2003, bls. 52.
Sjá t.d. Robin Attfield, „Existence value and intrinsic value“, Ecological Economics, 24,
1998, bls. 163-168.
22