Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Blaðsíða 234
MARTIN CARVER
3 Að auka við þær upplýsingar sem fá má úr rituðum heimildum
með því að skoða gripi og byggingar eins og texta
4 Að skoða ritaðar heimildir eins og gripi
5 Að huga að misræmi milli upplýsinga sem komnar eru frá textum
og gripum og umgangast þetta svið misræmis sem lögmætt rann-
sóknarefni.
Ekki er að vænta þess að nokkur muni beita sér af miklum krafti gegn
þessum stehiumiðum enda er þeim þegar beitt að meira eða minna leytá
(alls staðar þar sem því verður við komið). Hins vegar leysa þau í raun
ekki vandann, sem menn finna fýrir, við að búa til algilda aðferðafræði
fýrir undirgrein. Ef til vill var það ekki aðkallandi vandamál. xAndrén
bendir réttilega á, að aukin sérhæfing í fornleifarannsóknum hafi dregið
úr samþættingu þeirra við önnur svið, en gleymir að leggja áherslu á að
hún var áður til staðar. Það segir líkast til sína sögu, að í bók Andréns
skuli ekki vera minnst á H.M. Chadwick, Dorothy "Udritelock, Rosemary
Cramp, Else Roesdahl, Martin Biddle, David Wilson, Leslie Alcock,
Rupert Bruce-Afitford, Brian Hope-Taylor, Brian Ward-Perkins, Chris
Wickham, Gian-Pietro Brogiolo, svo einungis sé tiltekið brot af því fólki
sem hefur vakið eftirtekt í Evrópu fýrir að samþætta á árangursríkan hátt
sagnfræði, bókmenntir, myndlist, minnisvarða, gripi og uppgrefti.
Fimmta atriðið hjá Andrén vekur athygli því að það nærir og nærist á
þætti sem rekur fornleifafræðinga áfram í viðleitni sinni, að uppgötva á
ný þjóðir án sögu og gera þær gjaldgengar. Eins og Orser minnist á (sjá
hér að framan) er þetta drifkrafturinn í spennandi og þverfaglegum rann-
sóknum sem sameina að minnsta kosti einn geira þeirra fornleifa-
fræðinga sem fást við texta.
Verkefiii fyrir tímabilið eftir sextándu öíd
Fornleifafræðingar sem vinna með efhismenningu nýliðins tíma í sögu
Bandaríkjanna (og kallast „sögulegir fornleifafræðingar“) hafa verið
ötulir talsmenn rannsókna á „fólki án sögu“ en með þeim er ákveðinni
forvitni svalað, fórnarlömbum mismununar veitt uppreisn æru og þær
hafa auk þess beina skírskotun til nútímans. Orser skrifar: „Veltu þessu
ögn fýrir þér. Hvað veistu í raun um daglegt líf ömmu þinnar eða afa eða
þá tíma sem þau lifðu? Ef þau voru eins og fólk er flest sömdu þau enga
lagabálka eða reistu minnisvarða sér til dýrðar. Þau leiddu ekki heldur
232