Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 256
MARTIN CARVER
Þverfaglegar miðstöðvar á borð \að fornfræði og miðaldafræði hvetja til
samvinnu og styðja langtíma rannsóknaverkefni. Hver sem fæst við
rannsóknir getur þó sótt fram frá sínum stað með rafrænum tjáskiptum.
Utgáfa fræðirita er rekin áfram langt umfram nýjungahæfni fræðimanna,
hvað þá móttökuhæfni þeirra. Þetta takmarkar flæðið milli rannsókna-
sviða. Lausnin gæti verið fólgin í því að setja öll gögn og fræðilegar
umræður á Netið sem yfirtexta, þar sem notendur hafa óheftan aðgang
að þeim á mismumandi stigum. Eg tel að við þetta muni skrif hins frjálsa
hugmyndaflugs um fortíðina verða að verðmætasta framlagi forn-
leifafræðinga til samfélaga í austri og vestri.
A endanum krefjast rannsóknir á fortíðinni þess, að við helgum okkur
ekki nautninni að segja fólki hvernig það eigi að tdnna heldur viðfangs-
efhinu sjálfu. „Ef tengsl við fortíðina eiga að hafa einhverja þýðingu
krefst það umfram allt virkrar þátttöku“, skrifar Gerda Lerner. „Það
krefst ímyndunarafls og innlifunar svo Gð getum skilið til fullnustu
heima sem eru ólíkir okkar heimi, samhengi sem er fjarri því sem við
þekkjum, hugsunarhátt og tilfinningar sem eru okkur ffamandi. Við
þurfum að ganga inn í liðna heima af fondtni og tdrðingu. Gerum Gð
það, munum við uppskera vel“ (1997, bls. 201). Góð fornleifafræði felst
því í góðum skrifum, sem byggja á textum, listum og öðrum efnislegum
hlutum og leitar í því öllu að röðum, mynstrum, tengingum, myndum og
vísunum. Stundum skila greiningar í leit að mynstrum okkur fulla ferð
áfram, á öðrum tímum er samlíkingin, myndhverfingin látin tdnna
verkið. Samkomulagi um fortíðina, jafnt irman fræðanna sem utan,
verður náð með sáttaumleitunum en ekki með reglugerðum, akademísku
valdi eða „mættd rakanna“. Umræðan er lýðræðisleg, þannig að þeir sem
eru fjölmennari eða ákafari hafa stundum yfirhöndina yfir hið röklega og
vísindalega. Eg sé ekkert nýtt eða hræðilegt við það. Fornleifafræðin
mætti seint til leiks innan hinnar akademísku samkeppni og tókst mjög
vel upp. En nú er tími til kominn að við hættum þessum einleik og leitum
okkur að meðleikurum.
Egill Arnarson þýddi