Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Blaðsíða 224
MARTIN CARVER
greinarmuninn á táknum og merkingu tákna. Þetta heíur orðið að
hitamáli í fornleifafræði, sem hin gagnrýna heimspeki hefur leitt gegnum
bugðótta og þyrnum stráða stíga. Menn hafa mjög fengist tdð „lestur“ á
efnismenningu, sem væri hún texti, og haft af því mikið gagn (Hodder
1986) og einnig öfngt: Kannað hugmyndina um að texta beri að rannsaka
með einhvers konar „fornleifafræði". I Montaillou (1978) hefur
Emmanuel Le Roy Ladurie hugtakið „fornleifafræði" mn nokkurs konar
óhlutdræga greiningu á rituðum heimildum til að leiða í ljós félagslegar
venjur og siði sem fólgin eru í svörum við spurningum rannsóknar-
réttarins. Fyrri hluti þessarar lýsingar á kataraþorpi var „vistfræði"
svæðisins, en með því er bæði átt við náttúrlegt umhverfi og efhhags-
aðstæður í þorpinu. I seinni hlutanum, „fornleifafræði11 Montaillou, eru
dregnar af vitnisburði einstaklinganna ályktanir um hegðtrn þeirra,
líkamstjáningu, kynhegðun og hugmyndir um rúm og tíma. Allt þetta er
nú komið á dagskrá fomleifafræðinnar, ef ekki þá þegar.
Það er í dag sjálfsagður hlutur, að ekki skuli taka texta (einungis) bók-
staflega, heldur verði að spyrja þá út úr til að svipta hulunni af áhuga-
verðum leyndarmálum þeirra. „Allan þann tíma sem fræðigrein á borð
við sagnfræðina hefur verið tdl, hafa menn notast við ritheimildir, spurt
þær, spurt sig um þær; þær hafa ekki aðeins verið spurðar að því, hvað
þær hefðu að segja heldur hvort þær segðu sannleikann, og með hvaða
rétti þær gætu haldið því fram, hvort þær væra sannar eða falskar, vel eða
illa upplýstar, ósviknar eða afbakaðar11 (Foucault 1972, bls. 6). Við þessa
lýsingu á verkefiii sagnfræðingsins mætti bæta spurningunni „og hvers
vegna?“ því að í hvötinni til að falsa má finna lykilinn að því sem brann
á mönnum í samfélagi höfundarins. Michel Foucault hélt því frarn (1972,
formáli), að allar hugmyndir dvelji í djúpum lögum steingerðrar vit-
neskju, sem era fleiri að tölu og flóknari en landffæðilegir, félagslegir og
einstaklingsbundnir tímastraumar Braudels, en á svipaðan hátt breytileg
frá hinum djúpu og hægu til grynnri og líflegri. Með þessu móti reyndi
hann að fella hinn skapandi einstakling úr öndvegi og um leið yfirvald
textahöfundarins. Aumkunarverðar tilraunir einstaklinga til að grafa upp
þessi lög og kalla það uppgötvun („orðræða“ þeirra) stönguðust á við
rannsóknaverkefhi Foucaults sjálfs, sem hann nefndi því ruglandi nafhi
„fornleifafræði“. Myndhverf notkun hans á hugtakinu dregur upp
fjörlega mynd af greininni þar sem hún kryfur, rótar, grefur og ýtir og
endar stundum með því að draga með sér megnið af burðarvirki