Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Blaðsíða 61
SAMEIGINLEGT OG FÉLAGSLEGT MINNI
Hodder á minjum við texta sem fomleifafræðmgurirm les með rarm-
sóknum sínum.18 Textinn skapar samhengi og umhverfi fyrir minjarnar -
rústimar, beinin og gripina - mótar tilvist þeima við uppgröfdnn eða
rannsóknina en styðst meðan á því stendur við forsendur nútímans. Allt
frá því að fomleifafræðingurinn skefur moldina með múrskeið til þess er
hann skráir keramikbrotin, samkvæmt þyngd, stærð, fundaraðstæðum
o.s.frv., er huglæg túlkun htuð af nútímanum snar þáttur í vinnu hans.
Þessu má hkja við þá algengu skoðun bókmenntafræðinga sem stunda
viðtökurannsóknir að texti sé ákveðinn og skilgreindur af lesandanum en
ekki höfundi textans.
Fomleifafræðingurinn Joseph J. Kovacik bendir á í nýlegri grein að
líta beri á fornleifarnar sem hið eínislega minni genginna kynslóða en
tekur einnig réttilega fram að þar með sé ekki sagt að með því að grafa
upp fomleifar sé einfaldlega verið að afhjúpa liðnar minningar.19 Ekki
fremur en áhorfandi frammi fyrir minnismerki skynjar merkingu þess
mfifihðalaust - þvert á móti ákvarðar hann hana og túlkar hverju sinni.
Samtíminn og minniö
Minnið er aðeins til hér og nú. Það sprettur ekki sjálfkrafa upp úr for-
tíðinni þegar grassverðinum er flett ofan af fomleifuntun, minnismerkið
um hið fiðna búið til eða jafnvel byggingin reist, heldur þarf það á
stuðningi ákveðins hóps að halda til þess að geta staðið undir nafni.
Merking hins fiðna er því alltaf háð minninu. Túlkun fræðimaxmsins
getur verið fiður í því að gera minnismerkið að því sem það er en
merking þess byggist þó fyrst og fremst á þeim viðhorfum sem ríkja til
þess í nútímanum.20 Vald og minni er að þessu leyti samofið, því hægt er
að skapa sögulegt, sameiginlegt eða félagslegt minni í samtímannm án
þess að baki því búi fræðilegar rætur.
Þjóðemisvitundin er eitt þeirra sterku afia sem hafa áhnf á minnið -
og öfugt því minnið hefur líka áhrif á þjóðemisvitundina, eins og bent
18 Ian Hodder, Reading the past. Current approaches to interpretation in archaeology. 2.
útgáfa (1. útg. 1986). Cambridge: Cambridge University Press 1995; Ian Hodder,
The Arcbaeological Process.
19 Joseph J. Kovacik, „Collective Memory and Pueblo Space.“ Norwegian Archaeological
Review 31 (1998), bls. 142.
20 Sigurður Gylfi Magnússon, „Kennileiti minninga. Styttur, kennslubækur, yfirbtsrit,
hátíðarhöld og ævisögur." Lesbók Morgunblaðsins 3. aprtl 2004, bls. 6-7.
59