Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 222
MARTIN CARVER
sagan sem er kennd öllum þeim sem aldrei verða sagnfræðingar. Það er
sama hversu fjarlægar þær eru efni alls ritaðs máls, uppgöt\-anir fom-
leifaffæðinga em óhjákvæmilega dregnar inn í ríki textanna, ekki síst af
almenningi sem á menntun sína textum að þakka. Mð erum hugsanlega
öll vön því að klæða hverja hugsun okkar í búning orða en aðeins fáein
okkar koma rauna- og ánægjustundum til skila með því að rista í trjábol
eða búa til leirker. Það á sér djúpar rætur hve við erum bundin orðunum,
töluðum jafat sem rituðum (Kemp 1984; Hills 1997). Tómir skurðir,
steinar á víð og dreif, steingerðar plöntur, ónákvæmar geislakolsgrein-
ingar og óræðar leifar geta ekki annað en fundið ÚTÍr sterku aðdráttar-
afh hinnar skýrt tímasettu Bókar. I rannsóknmn á fortíðinni em
akademísk valdahlutföll breytileg, frá einni heimsálfu til annarrar, einu
árþúsundi til annars, og hlýst það af ójafnri dreifingu á hinu skrifaða orði.
Elstu tímaskeiðin era í umsjá raunvísindamanna; fomleifafræðingar
drottna yfir fomöld Evrópu utan klassískra tímabila og svæða, og um
Evrópu á 20. öld véla sagnfræðingar einir. Blendingamir, þ.e. miðalda-,
nýaldar- og sögulegu fornleifafræðingamir ríkja yfir minni mndæmmn
og leita í angist sinni að bandamönnum.
Þar eð hlutir og texti era jafii máttug tjáningarform ætti slík angist að
mínum dómi ekki að vera óhjákvæmilegur fylgifislmr rannsókna á fólki
sem hefur skihð hvormæggja efrir sig. Hún stafar af því að ffæðastörf era
orðin atvinnugrein, bundin við einokunarhringi sem efhahagslífið styður
og sem verða líklega leystir upp efrir því sem líður á þessa öld, þökk sé
byltingu hugarfarsins og rafeindatækninnar. Sá einokunarhringur sem
mest slævir helgar sig kenningasmíði í fornleifafræði og hefur, í löngun
sinni í algild sannindi, hulið myrkri marga góða hugsun um staðbundin,
afstæð málefni, einkum á sögulegum tíma Eigi sögulegir fomleifaffæð-
ingar við sjálfsmyndarkreppu að stríða er það að miklu leyti því að kenna,
að kenningasmiðir efast stöðugt um hollustu þeirra við eíhismenn-
inguna. Vitaskuld er ekki til nein almenn kenning mn efnismenningu,
ekki frekar en um textagreiningu. Fomleifafræðingar velta því fyrir sér
hvort textar eigi að leiða rannsóknir þeirra, vera þeim stoð eða hvort hún
sé þeim til hindrunar. Eg vil halda því fram, að greinarmunurinn á texta
og hlut sé smávægilegri en munurinn milli hins tjáningarríka og hins
óvirka, hins meðvitaða og ómeðvitaða, hins hlutverkatengda og hlut-
verkalausa, sem má finna í sérhverri heimild. Hina virku og óvirku rödd
má greina í texta, list og hvers konar efhismenningu. Þessar raddir og
220