Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Blaðsíða 132
ÞROSTUR HELGASON
Póstmódemistar byggðu einnig talsvert á gagnrýni Martins Heidegger á
vestræna frumspekihefð frá Sókratesi og Platóni en hana taldi hann hafa
orðið viðskila við ákveðin írumgildi mannlegrar veru með ofnráherslu á
rök- og tæknihyggju. Kenningar Sigmunds Freud um dulvitunchna og
hvatalífið settu sömuleiðis hugmyndir um að maðurinn væri umfram allt
skynsemisvera í uppnám. Efasemdir um kristindóminn og tilvist guðs og
þar með grundvöllinn að siðferðislegum og samfélagslegum gildum
vöknuðu í lok nítjándu aldar, ekki síst í ritum Nietzsches, og þóttu fá
ákveðna staðfestingu þegar hörmungar fyrri heimsstyrjaldarixmar skullu
á. Trúleysi átti síðan eftir að verða leiðarstef tuttugustu aldarinnar í
gegnum seinni heimsstyrjöldina og kalda stríðið sem fylgdi í kjölfarið
með sífellt yfirvofandi tortímingarhættu. Það var svo á sjöunda áratugn-
um sem efasemdir um hinar gríðarlegu byggingar mannsandans fóru að
koma meir og meir upp á yfirborðið, einkum í verkum Frakkanna
Michels Foucault, Juliu Kristevu, Jeans-Francois Lyotard, Rolands
Barthes og Jacques Derrida. Uppruni hugmyndanna sem héldu kenn-
ingakerfunum saman var skoðaður og afhelgaður, viðtekin hugtök voru
rifin í sundur til að sjá hvernig þau voru saman sett í raun og veru,
orðræða um tilteknar hugmyndir og kenningar var greind til þess að
grafast fyrir um það hverjir töluðu og hverjir ekki, hvernig þeir töluðu og
til hvers; byggingamar vom með öðmm orðum afbyggðar og í ljós kom
að hugtök á borð við ,höfundur‘, ,merking‘ og ,framfarir‘ áttu sér ekkert
gullið upphaf, þau vom heldur ekki náttúmlegar stærðir, þau vom þvert
á móti búin til í ákveðnu sögulegu samhengi vegna þess að þau höfðu
hlutverki að gegna við að styrkja trú manna á það (valda)kerfi sem þau
tilheyrðu þá stundina; höfundurinn átti að tryggja upprunann, merkingin
mildlvægið og framfarirnar tdlganginn. Ohætt er að segja að vestrænt
hugmyndalíf hafi farið á flot. Hugmyndir strúktúralista (grundvallaðar á
kenningum Ferdinands de Saussure) um að merking byggðist á til-
viljunarkenndum tengslum táknmyndar (hins efnislega tákns) og
táknmiðs (hugmyndarinnar sem á að koma til skila með tákninu) sent
síðan myndaðist samkomulag um vom settar til hliðar og táknmiðinu
gefið aukið vægi með þeim afleiðingum að merking orða varð hvikul,
ekki endilega sú sama frá einum manni til annars. Og fyrst það var ekki
lengur neitt samkomulag um merkingu orðanna þá varð ekki aðeins
sannleikurinn óviss í hverju máli heldur einnig vemleikinn. Það er engin
furða þó að talað sé um afstæðishyggju í þessu sambandi. Þeir póstmód-
130