Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Blaðsíða 237
TVEIR HJARTANS VINIR: FORNLEIFAFRÆÐI OG TEXTAR
væðingu samfélagsins. Sumir héldu áfram að stunda veiðar og aðrir sóttust
efrir evrópskum vörum sem bættu lífssldlyrði þeirra. Þorpsbúar voru næm-
ari fyrir stéttbundnum en kynþáttabundnum táknum og þeir forðuðust
tákn (svo sem að klæðast gulu) sem gætu tengt þá evrópsku refsiföngunum
sem reistu þorp þeirra, fremur en að þeir forðuðust evrópsk tákn sem slík.
Birmingham gekk í byrjun út frá vissum grundvallarreglum til að greina
efrir hvaða leiðum menningaraðlögun fer fram: Því meira sem væri um
evrópskar neysluvörur og hegðunarmynstur, þeim mun sterkari væru
viðtökur á sKkri menningu, og því meira sem væri um tasmaníska gripi og
hegðunarmynstur, þeim mun meira væri viðnámið. En rannsóknin leiddi
flóknari mynd í ljós. Húsin, sem reist voru, voru greinilega jaín góð og
Robinson hafði haldið fram svo það er ekkert ótrúlegt, að Tasmanir hafi
verið ánægðir með þau. Halda mátti í gamlar venjur, en meira ril gamans
og að eigin vah en til að veita viðnám, svo lengi sem val var fyrir hendi.
Robinson hafði hvatt fólk til að hætta að dansa og nota rautt okkur en
shkar athafnir virðast þá hafa færst út fyrir þorpið. I stað þess að til hefðu
orðið tvær óhkar myndir byggðar á orðum og gripum, hafði myndin skýrst
við „flæði og víxlverkun spuminga á milli heimilda: Ritaðra, myndrænna,
munnlegra og fomleifafræðilegra, framvirkt ferh sem hvetur til vandaðra
rannsókna“ (bls. 177-178).
Verkefni fyrir tímabilið fram að sextándn öld
Það er rangt að gera mjög skýran greinarmun á texta og hlut þar eð
hvorttveggja krefst heimildarýni af sama toga og í sama mæli. Einnig er
rangt að gera greinarmun á sögulegri fomleifafræði sitthvorumegin
Atlantshafsins.4 Gerda Lerner er öflugur talsmaður rannsókna í nútíma-
sögu. Hún segir: „Að jafna sig á sálrænu áfalli byggist á því að horfast í
augu við það sem gerðist í raun og endurskoða fortíðina í nýju ljósi. Sama
gildir um hópa, um þjóðir“ (1997, bls. 204). Sagan er hinn nýi vegvísir í
siðferðisefnum: I evrópsku samfélagi allt fram á 20. öld „áttu trúar-
brögðin meiri þátt í að móta persónulega sjálfsmynd og gefa lífinu
merkingu en sagan. Á 20. öldinni er þessu öfugt farið“ (Lemer 1997, bls.
200). Fomleifaffæðingar sem sérhæfa sig í nýöld Evrópu hafa átt erfiðara
með að sameinast um markmið sín og aðferðir enda þótt „iðnvæðingin“
og umskiptin frá lénsskipulagi til kapítalisma í Evrópu sé ekki síður efhi
í rannsóknir en áhrif kapítalismans á allan heiminn (Johnson 1999).
4 Sbr. Orser 1999, sjá hér að neðan.
235