Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 223
TVEIR HJARTANS VINIR: FORNLEIFAFRÆÐI OG TEXTAR
munurinn á því hvernig og í hve miklum mæli þær tjá sig mynda hina
raunverulegu andstæðu, hvort heldur í bók, höggmynd eða virkisvegg.
Textarannsóknir, hstdr og fomleifafræði hafa nú þegar að miklu leyti
sameiginlegt kenningasafn, sameiginlegt markmið, sameiginlegar nálganir
og sameiginleg verkefni. Vandamáhð í sumum vestrænum ríkjum er, að
vegna tilviljanakenndra stjómsýsluákvarðana í háskólum vinna þeir sem
rannsaka sömu fortíð sama fólks ekki endilega saman. Þetta ástand má færa
til betri vegar enda þótt það krefjist þess að ráðist verði gegn núverandi
skipulagi á akademískri samkeppni og akademísku mati.
Umræðan um tengsl texta og fornleifafræði getur teygt sig inn á fjölda
ólíkra sviða: Kenningasmiðnrinn spyr okkur hvort við lítum á texta og
hluti sem hluta af sama eða af ólíkum kenningarömmum - eða sem
afstæð fyrirbæri í óvígðri sambúð. Verkstjórinn biður okkur um að ákveða
hvort sú tegund fornleifafræði sem fæst við söguleg skeið eigi að þróa
eigin aðferðafræði eða einungis eigin verkefhalista. Og stjómsýslan spyr í
framhaldi af þessu hvort eigi að rannsaka fortíðina á sögulegum tíma
innan einstakra greina eða þölfaglegra deilda, eða innan frjálslegs
sambands eins og ýjað er að í tdtli greinar minnar.
Kenning: Texti er fomleifafræði er texti
í Behind the Scenes at the Mnsenm (1995) notar Kate Atkinson gripi sem
stökkpall til fortíðarinnar; þannig hafði kanínufótarnistið, sem móðir
Ruby ber þegar hún fæðir hana, bjargað föður hennar gegnum fyrri
heimsstyrjöldina, eins og fram kemur í „neðanmálsgrein". Skáldsagna-
höfundar eru alvanir hlutum og minnisvörðum sem búa yfir krafti og
geyma sögur og minningar, og hugmyndin um að í gripum búi textar og
að þeir eigi samræðu við texta og séu í raun textar hefur búið í mörgum
bókmenntaverkum síðan Jonathan Swift skírði teketilinn sinn Percy eða
Hróðgeir nefndi skála sinn Heorot. James Deetz benti á tengsl milli orða
og hluta fyrir 1967: „Sú formgerð og þær reglur sem gefa tungumáli sinn
svip eiga sér margar spennandi hliðstæður í þeim formgerðarreglum sem
gilda um efnislega hluti. I raun sameinar orð og smíðisgripi fleira en
virðist í fyrstu“ (1967, bls. 86). Hann benti á að tungumál búi yfir
orðaforða sem auðvelt er að færa á milli menningarheima þótt hið
gagnstæða gildi um málfræðina. Rannsóknir á efhismenningu ættu að
reyna að greina og flokka jafngildi milli orðaforða og málffæði og
221