Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Blaðsíða 173
„annars aumka ég INDÍANA
hópur í eigin heimkynnum og menningu hvítra þröngvað upp á þá. Þessi
undirokun kemur vel fram í kvæði Stephans G. Stephanssonar frá árinu
1889, lndíánum.n Viðar Hreinsson gerir þessu kvæði ágæt skil í fyrra
bindi ævisögu Stephans G.12 Eg ætla þó að fara um það nokkrum orðum
til uppriþunar og glöggvunar.
m
Mildlvægt er að hafa í huga að þegar Stephan yrkir þetta kvæði eru aðeins
fjögur ár hðin frá uppþotinu og blóðbaðinu 1885 þegar her Kanada-
stjómar bæhr uppreisn indíána niður með valdi;13 indíánar em bugaðir og
í sárum. Kvæði Stephans verður einmitt til eftir lestarferð hans um þetta
svæði, en hann er þá að flytjast búferlum frá Dakota til Alberta.
Lítum fyrst á athugasemd Stephans við kvæðið sem hann skrifaði inn
á eintak af Andv'ókum og sendi Baldri Sveinssyni árið 1923, 34 ámm efdr
að kvæðið er ort og 29 ámm efrir að það birtist fyrst (í Óldinni í maí
1894): „Tildrög: Kveðið á leiðinni til Alberta. Indíanabyggð var þá enn
sums staðar meðfram jámbrautinni, eða öllu heldur óbyggðar heiðar,
sem þeir fluttu um og þyrptust þá að viðkomustöðum jámbrautarlest-
anna, er þeir sáu gufuvagna í nánd. Eg komst í eitt slíkt „vað“. Annars
aumka ég Indíana þó ég geri það glottandi“.14
Stephan segir söguna í léttum tón, glottandi eins og hann orðaði það
sjálfur síðar. Hann lfkir indíánum m.a. við vísundarunu en segja mætti að
þar snerti hann viðkvæman streng (ef við gerðum ráð fyrir að indíánarnir
hefðu frétt af kvæðinu) því að vísundamir, Kfsviðurværi þeirra, vom við
það að hverfa af yfirborði sléttnanna miklu þegar þama var komið. Hann
talar líka um skrælingjadyrgjur og hyski og minnist á þefinn sem leggur
af „þeim ræflunum, rauðum og bláum og röndóttum, bröndóttum, grá-
um“. Eitt erindið er svona:
Með þverúðar ísglott um inndreginn munn,
með íbyggnum svip, er ei hýmar,
með hörundslit sama og hangikrof þunn,
11 Sjá Stephan G. Stephansson. Andvökur I. Þorkell Jóhannesson bjó til prentunar.
Reykjavík. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. 195, bls. 488.
12 Viðar Hreinsson. Landneminn mikli, bls. 319-321.
13 Nokkrir Islendingar voru þar á meðal, sjá Guðjón Amgrífnsson. Nýja Island, bls. 234.
14 AndvökurYJ 1958, bls. 414.