Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Blaðsíða 151
„FRÆGÐJN HEFUR F.KKF.RT BREYTT MÉR“
sagTiaritun og síðan hafi þráðminn ekki verið tekinn upp aftur fyrr en
með Fjölnismönnum á 19. ölch’1 Að mati Högna er það helst „tímabihð
frá lokum sögualdar og vel fram á þá átjándu“ sem hefrrr verið
meðhöndlað eins og „hálfgert vandræðabam“ og hann telur það ekkr
„fjarri sanni að segja, að þjóðin sé slegin bhndu þegar kemur að þessu
tímabih í sögu hennar, og að menn hlaupi yfir það þegar arfleifð okkar
er hampað \dð hátíðleg tækifæri, eða þegar á að aðstoða ókunnuga við að
átta sig á þessari þjóð“. Þjóðin vill ekki horfast í augu við
niðurlægingartímabihð í sögu sinni, sem vekur upp skammartilfinningu
sem þarf að bæla og þannig „fela hið meinta afrekaleysi“.32 Að mati
Högna er hugsanlegt að bælingin hafi síðan „mótað ýmislegt í hegðun og
gildismati þjóðarinnar og geri enn“, hún skýri til að mynda þverstæðtma
milli upphafinnar sjálfsánægju landans og þeirrar nöturlegu
minnimáttarkenndar sem birrist skýrt í því hversu ofurháð við erum
hrósi údendinga.33
Þjóðmenningarhúsið má auðveldlega greina í Ijósi þeirrar upphöfnu
sjálfsánægju sem Högni Oskarsson geðlæknir gerir að umræðuefrú.
Húsið verður þá, rétt eins og Melatorgssverðið, birtingarmynd bælingar,
birtingarmynd einhvers sem þarf að fela eða umbreyta. I gamla
Þjóðminjasafhinu gafst Islendingum hins vegar ekki kostur á að horfa
framhjá þeirri eymd sem við hlutum í arf ásamt öllu því sem jákvætt getur
tahst. Þvú vaknar sú spuming hvort nýtt og umbylt Þjóðminjasafn nái að
sætta fortíð og samtíð, og hvort íslenska þjóðin felli sig betur við þann
sjálfsmyndarspegil sem nú birtist í sölum safnsins.
„Frægðin hefur ekkert breytt mér“ segir Asa-Þór í heilsíðuauglýsingu
frá Þjóðminjasafninu sem birtist í Morgimblaðinu opnunardaginn 1.
september.34 Vígaguðinn er hugsanlega enn hinn sami og áður, en ekki
51 Högni Óskarsson: „Freud í hvunndeginum“, Ritið:2/2003 Sálgreining. Ritstj.
Guðni EKsson ogjón Ólafsson, bls. 21.
32 Sama, bls. 22.
33 Ótti Islendinga við að verða sér til skammar í útlöndum á sér ótal birtmgarmyndir
í íslenskri þjóðmálaumræðu. Nærtækasta dæmið frá þeim tíma sem þetta er skrifað
eru deilumar sem sprottið bafe vegna fyrirhugaðrar auglýsingar Þjóðarhreyfingar-
innar í The New York Times þar sem ædunin er að koma á ffamfæri mótmælum vegna
stuðnings íslenskra ráðamanna við innrásina í Irak. Andmælendur auglýsingarinnar
óttast margir að með benni verði landsmenn gerðir að viðundri frammi íyrir
heimsbyggðinnb Sjá t.d. Geir R. Andersen: „Þjóðarhreyftng; ekki í mínu nafni“,
Morgunblaðið, 10. desember 2004; Hrafnkell A. Jónsson: „Við Islendingar“ og Vil-
hjálmur Eyrþórsson: „Þjóð vill, þá þrír vilja" í Morgtmblaðimi, 13. desember 2004.
34 „Frægðin hefur ekkert breytt mér“. Auglýsing frá Þjóðminjasafni Islands. Morgun-
blaðið, 1. september 2004.
r49