Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Blaðsíða 140
GUÐNIELÍSSON
yfir þessu landi. Þarna hafði þúsund ára eymd okkar verið dregin saman
undir eitt koparþak og stundum leið mér eins og nýríkum smáborgara
sem er neyddur til að skreyta stássstoftma heima hjá sér með ljósmynd af
hreysinu sem hann ólst upp í. Þetta er að sjálfsögðu ffemur brengluð sýn
á íslenskar fomminjar og af þeim sökum kjörið efni í greiningu.
Þjóðarsöfhum er gjaman ætlað að bregða birtu yfir sigursæla fortíð.
Þessi sýn hrekkur skammt í túlkun á Þjóðminjasafiii æsku minnar þar
sem gestirnir horfðust margir hverjir í augu við smæð og fátækt
þjóðarinnar og hurfu á braut fullir undrunar yfir þrí hvernig kjmslóðir
Islendinga gátu dregið fram lífið ríð erfið skilyrði. Drunginn sem safhið
vakti með gestunum hefur verið túlkaður á ýmsan hátt. Leiðarahöfundur
Morgunblaðsins segir í tilefni af enduropnuninni, eftir sex ára viðgerðir á
húsi og safnkosti, að andrúmsloftið í gamla safninu hafi verið „þrangið
djúpri alvöra og virðingu fyrir hinum fornu minjum og sögunni sem það
geymdi. Það var einhver dimmuþögn í húsinu sem var eins og komin
lengst aftur úr öldum og minnti fólk á mikilvægt hlutverk þess að halda
utan um horfinn tíma, minningar þjóðar.“' Dimma og þögn einkenna
fortíðina þó svo að leiðarahöfundur reyni að sveipa orðin hátíðleika í
lýsingu sinni á safnkostinum. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörðtur
minnist á srípaðan hátt gamla safnsins, með sinni þungu lykt, myrkri og
hljóðleysi, sem helst virtust gefa til kyrrna að „menn óttuðust að vekja
fortíðardrauga upp frá dauðum“.1 2 Bæði era á sama máli um að myrkrið
og þögnin hafi nú ríkið fýrir ljósi og léttleika nýrra tíma og annarri sýn
á fortíðina.3 Þrí tdl vitnis rísar leiðarahöfundur Morgimblaðsins til orða
Guju Daggar Hauksdóttur arkitekts, sem hafði birt grein um endur-
bæturnar á safhhúsinu í Lesbókinni helgina á undan. Þar segir Guja:
1 „Endurreisn Þjóðminjasafns Islands", Morgunblaðið, 1. september 2004.
2 Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður heldur þessu fram í viðtali við Þröst
Helgason í tilefhi af enduropnun safnsins 1. september 2004: „Eg man efrir því að
hafa komið í safnið sem grunnskólabarn og efrir stendur minningin um græna litinn
sem var hlýr og alltumvefjandi, þungu lyktina, myrkrið og hljóðið, það var eins og
menn óttuðust að vekja fortíðardrauga upp frá dauðum, svo hljótt var í húsinu. Fólk
á eftír að ganga inn í allt annað safn nú. Það er ekki hægt að líkja því safni sem nú
er opnað við það safn sem við þekktum áður. [...] Húsið á efrir að orka mun stærra,
bjartara og opnara á fólk en það gerði áður.“ Sjá Þröstur Helgason: „Nýr grund-
völlur að Þjóðminjasafrú íslands", Lesbók Morgunblaðsins, 28. ágúst 2004.
3 Ollum sem ég hef rætt við ber saman um að lýsingin hafi verið meiri og jafnari í
gamla safninu en hún er eftir breytingarnar þegar henni er ætlað að vekja ákveðin
hughrif (og svo auðvitað varna því að minjarnar skaðist af of mikilli birtu). Af þessari
138