Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Blaðsíða 60
HELGI SKÚLI KJARTANS SON
Ég er ekki viss um að hér hafi öll þau tilbrigði verið rakin sem birst geta
í sagnasambandinu vera að gera e-ð eins og ég hef vanist að nota það. En
þau eru a.m.k. nógu sundurleit og ill-útreiknanleg til þess að varla „sjái á
svörtu“ þó að aðrir bæti við tilbrigðum sem mér eru ótamari.
Er búinn að vera að hugsa um ...
Annað orðalag, sem stundum er kennt við „horfer það að vera búinn að
gera e-ð. Að fornu merkti það að vera ,tilbúinn (t.d. ferðbúinn)1, þ.e. að
hafa lokið undirbúningi:
(19) En er Haraldur konungur var búinn að stíga á hest sinn ...12
Merkingin breyttist svo einhvern veginn í að ,hafa lokið1 verkinu sjálfu.
Meðan orðalagið heldur þeirri eiginlegu vístm sinni að verknaði sé
lokið skarast sú merking ratmar töluvert við svið sagnasambandsins að hafa
gert e-ð en þó ekki að fullu, og hafa málfræðingar rakið þann greinarmmt.1-'
Ég tel mig hins vegar hafa alist upp við talmál þar sem var hægt, a.rn.k. í
alþýðlegasta málsniði, að nota vera búinn að til að tákna flestalla liðna tíð,
nokkurn veginn óháð því hvort verknaði var raunverulega lokið, eða hvort
það var verknaður fremur en ástand sem aðalsögnin stóð fyrir:
(20a) Sólin er búin að skína síðan snemma í morgun.
(20b) Eg er nú búinn að vera að hugsa hvort ég ætti ekki bara að drífa mig með.
(20c) Æ, þetta er nú búið að vera heldur dauft hingað tdl.
(20d) Stína er búin að reykja síðan um fermingu.
Að hafa gert e-ð eða að e-ð hefði gerst, það var í þessu málsniði varla notað til
að tákna annað en líkindi eða ályktun:14
(21a) Sveinn hefur nú varla tekið þetta upp hjá sjálfum sér.
(2 lb) Þetta hefur nú verið gaman.
En hins vegar:
(22) Þetta er nú búið að vera gaman.
12 Heiniskringla, Haralds saga hárfagra, 15. kafli.
13 Jón Friðjónsson, Samsettar myndir ..., s. 100-107 („lokið horf I og II“); Jóhannes
Gísli Jónsson, „The Two Perfects of Icelandic", Islensktmál ogalmenn málfræði 14
(1992), s. 129-145.
14 „Agiskunarmerking" hjájóni Friðjónssyni, Samsettar myndir ..., s. 101-102; „m-
ferential“ hjá Jóhannesi Gísla, „The Two Perfects...“, s. 137.
58