Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Blaðsíða 215
TILBRIGÐI í ORÐMYNDUM OG SETNINGAGERÐ
morphology) og beitdr því í setningafræði. Hann setur loks fram þá tilgátu að
víxl á milli setningafræðilegra afbrigða við sömu skilyrði stafi af „málffæðilegri
samkeppni" (e. grammar competition).
Greinin sem hér er birt er frá árinu 1994 og er því ekki alveg ný af nál-
inni — fimmtán ár eru langur tími í fræðilegum málvísindum enda fer ekki
hjá því að ýmislegt sem hér er að finna sé nú úrelt. Hins vegar hefur meg-
inrannsóknarspurningunum, t.d. um málfræðilega samkeppni tdlbrigða sem
aflvaka í útbreiðslu málbreytdnga, enn ekki verið svarað á fullnægjandi hátt
og umræða um þær því enn ekki tdl lykta leidd. Onnur ástæða fýrir valinu á
þessari grein er að hún er að mörgu leytd aðgengilegust af ritsmíðum Krochs.
Þó er hætt við að mörgum sem ekki eru innvígðir í málkunnáttuffæði muxú
finnast hún hörð undir tönn. Dæmi eru tekin úr framandlegum máltun eins og
miðensku, írsku og hindí, en slíkt er óhjákvæmilegur fýlgifiskur málvísinda. Þá
er orðfæri sérhæft og ffamandlegt (t.d. hugtök eins og hlutuerkshausar, leshaus-
ar, henglar og færslur), en tdlgangurinn með því er ekld að sveipa sjálfsagða
hlutd óskiljanlegri dulúð, þótt einhverjum kunni að virðast það við fýrstu sýn,
heldur að beita nákvæmum hugtökum við ffamsetningu á prófanlegum tdl-
gátum. Þýðandanum var talsverður vandi á höndum þar sem mörg hugtök og
ffæðiorð sem koma fýrir í greininni eru ekki tdl í íslensku eða eru þá aðeins
varðveitt í „munnlegri geymd“ málffæðinga. Við gestaritstjórar þessa heftis,
Asta Svavarsdóttir og undirritaður, tókum okkur því það bessaleyfi að endur-
skoða þýðinguna allrækilega á grundvelli sérffæðiþekkdngar okkar. Hvernig til
hefur tekistverða lesendur að dæma um. Alltum það teljum við að greinin eigi
enn fullt erindi við málfræðinga sem fást við málbreytingar, hvort sem þeir
aðhyllast málkunnáttuff æði eða ekki, og aðra þá sem hafa áhuga á að kyxma sér
kenningar í sögulegum málvísindum.
Þórhallur Eyþórsson
1. Inngangur
I nýlegum raxmsóknum á málbreytdngum hefur hópur fræðimanna sem
starfa við Háskólann í Pennsylvaníu og víðar lýst málfræðilegum eiginleik-
um og fram\dndu tiltekinna bre\tinga í setningagerð í ýmsum evrópskum
málum.4 Þessar rarmsóknir hafa leitt í ljós að í tungumálum þar sem breyt-
4 Eg þakka Richard Kayne, Paul Kiparsky, William Labov, Susan Pintzuk, Donald
Ringe, David Sankoff, Beatrice Santorini og Ann Taylor fyrir gagnlegar samræður
um þau viðfangsefni sem hér er fjallað um. Eg \dl einnig þakka áheyrendum hjá
Chicago Linguistics Society, Edinborgarháskóla og Université de Paris 7 fyrir
gagnlegar athugasemdir við ýmsar gerðir þessarar greinar. Samstarfsfólk mitt
hefur líka bent mér á mörg þeirra dæma sem nomð eru í umfjölluninni og er vitn-
að til þeirra þar sem dæmin koma fyrir.
213