Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Blaðsíða 145
ÓSKILJANLEGUR BREYTILEIKI TILVERUNNAR
ákvarða hvemig hlutir eru í eðli sínu. Vegna þess að hlutir birtast okkur
ekki óbreytilega sem F (eða ekki-F), getum við ekki ákvarðað hvort þeir
eru F (eða ekki-F), og þess vegna eru þeir ekki í eðli sínu F (eða ekki-F).
Pyrrhon hefur því svarað fyrri spurningunni, hvernig hlutir eru í eðli
sínu.
Þessi túlkun gerir ráð fyrir að Pyrrhon hafi áhuga á ákvarðanleika
hluta, möguleikanum á því að vita hvemig hlutir em í eðh sínu, eða frekar
ómöguleika þess, sem hann staðhæfir með afdráttarlausum hætti. Að svo
miklu leyti sem þessi staðhæfing er afdráttarlaus er afstaða Pyrrhons ólík
varkárri efahyggju Sextosar. Eftir sem áður er hún mun nær hugmyndum
hans en hlutlæga túlkunin á kafla Aristóklesar, en samkvæmt henni er
helsta umhugsunarefni Pyrrhons ekki ákvarðanleiki hluta heldur að þeir
séu óákvarðaðir í raun og vera. En sú túlkun sem sett er fram hér er ólík
öðrum huglægum túlkunum að því leyti að hún samþykkir ályktunina ffá
óákvarðanleika til afstöðu um eðh hluta, ályktun sem sumir (ef ekki flestir)
aðrir grískir heimspekingar hefðu sennilega tekið uundir.
Þá snýr Pyrrhon sér að hinum spurningunum tveimur, hvernig við
ættum að bera okkur að hlutum og hvað hendi þá sem bera sig að þeim
með þeim hætti. Fyrst skynjanir okkar og skoðanir era hvorki sannar né
ósannar, ályktar Pyrrhon að (2a) við megum ekki treysta þeim. Setning 2b
úthstar hvað þetta vantraust segi okkur um hvemig maður ætti að bera sig
að: við ættum að vera skoðanalaus og halla okkur að hvoragri hlið og vera
alltaf óhvikul. Pyrrhon útskýrir setningu 2b með greinargerð sinni fyrir
því hvað maður ætti í raun að segja „um hvem hlut fyrir sig“ í setningu 2c.
Það sem maður ætti að segja er eftirfarandi: „að það sé engu meira en það
sé ekki eða bæði sé og sé ekki eða hvorki sé né sé ekki (ou mallon estin e ouk
estin e kai esti kai ouk estin e oute estin oute ouk estin)“.
Setning 2c hefur verið ktúlkuð á ólíka vegu, enda býður grískan heim
ólíkum túlkunum. Tengingin e er tvíræð á milli aðgreiningartenging-
arinnar „eða“ og samanburðarliðarins „(heldur) en“. Þess vegna er meðal
annars hægt að túlka fyrsta e sem samanburðarlið en annan og þriðja sem
aðgreiningarliði. Þá þýðir setningin að hver hlutur fyrir sig sé engu meira
en hann er ekki, eða bæði er og er ekki, eða hvorki er né er ekki. Þessi
túlkun, sem fylgt er í þýðingunni að ofan, samræmist túlkuninni á sem-
ingum la og lb að ofan, þegar grískan er lesin með hætti sem liggur nokk-
um veginn beint við. En samkvæmt annarri túlkun era öll é samanburð-
arliðir, og kaflinn merkir: „hlumr er engu meira en hann er ekki, hann er
143