Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Blaðsíða 147
ÓSKILJANLEGUR BREYTILEIKI TILVERUNNAR
hugmjTidiimi um að ekki sé hægt að velja á milli eiginleika hlutanna því
að ekkert hafi nokkum tiltekinn eiginleika í eðli sínu sem útiloki andstæðu
sína. Það má sjá hvemig viðhorf Pyrrhons hefur verið nógu líkt kenning-
um Sextosar til að hefðin sem kenndi sig við pyrrhonisma hafi getað fært
sér það í nyt; bæði Pyrrhon og Sextos fresta dómi að lokum, en af ólíkum
ástæðum þó. Hér verður látdð liggja á milli hluta hvemig hugarróin siglir í
kjölfar þessara viðhorfa (seming 3b).19
Annar vitnisburður um hugmyndir Pyrrhons um eðli hluta
Hvemig falla aðrir Htnisburðir um heimspeki Pyrrhons að þessum ólíku
túlkunum á kafla Aristóklesar? I stuttu máli: flestir aðrir vitnisburðir, ef
ekki allir, virðast samræmast bæði huglægum og hlutlægum skilningi á
kaflanum. Athugum fyrst þann Htnisburð sem mestu máli skiptir. Það er
eins með hann og kafla Aristóklesar: skoðanir em skiptar um rétta túlkun.
Línumar era hluti af ljóði sem hefur varðveist hjá Sextosi (M20 11.20 =
DC62). Oftast hafa þær verið þýddar með eftirfarandi hætti (enn sem áður
er óhjákvæmilegt að láta hluta grískunnar fylgja í svigum):
Komið, ég mun segja orð sannleikans (myþon aléþeies), eins og
mér virðist (katafainetai) það vera, sem hef rétta mælistiku (orþon
echön kanona), að eðh hins guðdómlega og góða sé ævinlega, en
frá þeim verðí lífið stöðugast fyrir manninn.21
Samkvæmt þessari túlkun, þá hefur Pyrrhon jákvætt viðhorf til eðhs hins
guðdómlega og góða, nefnilega að það sé til og sé uppspretta stöðugleika
í lífi mannsins. Slík túlkun stangast á við flestar ef ekki allar skynsamlegar
túlkanir á grundvallarviðhorfi Pyrrhons, sem við sjáum í kafla Aristóklesar,
en samkvæmt því fulljrðir Pyrrhon að eðli hluta sé óákvarðanlegt (huglæg
túlkun) eða óákvarðað (hlutlæg túlkun). Vandinn er að finna túlkun á ljóð-
línunum sem samræmist grundvallarviðhorfi Pyrrhons (samkvæmt hvaða
túlkun sem vera skal) og dregur úr afdráttarleysi þeirrar fullyrðingar að hið
guðdómlega og góða hafi eitthvert eðfi. Þá værum við í aðstöðu til að meta
hvort þessar línur bættu nokkra sem máh skiptir við aðra vitnisburði.
19 Sjá Striker (1996), Svavar Hrafn Svavarsson (2006), (2009a).
20 Adverms mathematicos, eða Gegn kennimönmim, skammstafað M.
21 Finna má ífekari greiningu á þessum línum hjá Bumyeat (1980), sem leggur til
eilítrið ffábragðna þýðingu, Bett (1994a), (2000), Svavar Hrafn Svavarsson (2002).
x45