Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Blaðsíða 193
GÓÐUR, BETRI, MESTUR?
yfir öðrum eðliseigmleikum en það fyrra, s.s. þegar geisli sker vamsborð.
Brotahorn geta ekki annað en staðið í eðlilegum og lögbundnum tengslum
sín á milli.13 Leibniz grípur svo til svipaðra útskýringa til þess að gera
grein fyrir hreyfingu í heiminum. 14
Svipaðar vangaveltur liggja einnig til grundvallar örsmæðareikningi
- eða reiknivísi - sem Leibniz var höfimdur að. Greiningarmáttur þessa
reiknings var tverrns konar. Annars vegar þallaði hann um hið minnsta og
hið mesta magn og hins vegar ferla í heild sinni og bestun þeirra. Leibniz
kenndi seinni greininguna við hin besm form (lat. Formis Optimis) og ætlaði
henni að lýsa ferh í heild sinni.15 Hann vildi sýna fram á að æðri stærðfræði
þyrfd að taka tillit til þess að veröldin sem henni er beitt á samanstandi af
virkum verundum sem lúta lögmáh þess að ekkert fer erfiðari eða lengri
leið heldur en efni standa til. Gæði í veröldinni eru ekki til komin vegna
þess að Guð hefur svo ákveðið, heldur hefur Guð svo skorið úr um vegna
þess að það er fyrir bestu, eins og sést í samanburði mögulegra heima.
Voltaire nefnir þetta ekki, enda er vandséð hvar mannhverfingin sem hann
vildi hæðast að kemur hér við sögu. En hann var ekki einn um að þekkja
htið til markmiða Leibniz. I Berlínarakademíunni á 5. áratug átjándu aldar
voru vísindamenn eins og Maupermis og Euler, sem í orði studdu new-
tonsk náttúruvísindi gegn þeim sem gjaman voru rakin til Leibniz, í óða
önn að setja fram eðlisfræðilegar greinargerðir sem einnig voru stærð-
13 G.W. Leibniz, Orðrœða um fnimspeki, íslensk þýðing efrir Gunnar Harðarson
(Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 2004), bls. 94 (grein 22). I námskeiðinu
Nýaldarheimspeki sem ég kenndi við Háskóla Islands á vorönn 2008 var ég reyndar
sptuður þeirrar augljósu spumingar, hvort það væri ekki eðlilegra fyrir Leibniz,
og í meira samræmi við forsendur hans, að líta svo á að auðveldasta leiðin fýrir
ljósgeisla væri bein. Þessi spuming kemst einmitt að kjama þess heimspekilega
vandamáls sem Leibniz stóð frammi fýrir og er helsta efrii þessarar greinar.
Líklega væri það jú einfaldara fýrir feril ljóss ef aðeins væri ein tegund efnis sem
fyllir rými í þessum heimi. En slikt myndi leiða til fábreytni í lífríkinu svo dæmi
sé tekið. Hin gífurlega fjölbreytni í fiskaríkinu annars vegar og fuglaríkinu hins
vegar krefst tvenns konar eðhsóhks umhverfis og þar af leiðandi flóknari lögmála.
Samkvæmt Leibniz virðist Guð hafa tahð að einfaldleikanum mætti fórna að
nokkru leyti í þágu þessarar miklu fjölbreytni.
14 Sjá til dæmis áhugaverða grein eftir H. Hecht, „Leibniz’ Concept of Possible
Worlds and The Analysis of Morion in Eighteenth-Century Physics“, í W.
Lefevre (ritstj.), Betweeu Leibniz, Nerwton and Kant (Dordrecht: Kluwer, 2001), bls.
27-45.
15 Tentamen Anagogicum (1696), í Die philosophischen Schriften von Gottf'ied Wilhelm
Leibniz VII, bls. 272 (upphaflega útgefin í Berlín 1875-1890, en endurprentuð í
Hildesheim hjá Georg Olms árið 1978).