Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Blaðsíða 62
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
(25a) Það getur vel verið.
(25b) Það gat alveg farið að rigna.
(25c) Þetta getur hafa verið hann Jói.
Einnig með innihaldsríkara frumlagi:
(26a) Sveinn getur komið þá og þegar.
(26b) Bamið getur ttriit peningunum.
(26c) Peningaseðlar geta verið skítugir.
Um ýmislegt orðalag er að velja svipaðrar merkingar, en þetta er alþýðleg-
ast, viðurhlntaminnst að grípa til í óformlegu tah.
Skyldi manninum ekki leiðast að láta krossfesta sig?
Þessi yfirskrift er lokalínumar úr ljóði Steins Steinars, „Passíusálmur nr.
51“. Mér eru minnisstæð fyrstu kjmnin af því Ijóði, hve flatt það kom upp
á mig, bæði sem heild og í einstökum atriðum, Auk rnargs annars var öld-
ungis óvænt að sjá á prenti, og það í Ijóðabók framhðins góðskálds, þetta
sagnasamband: láta gera e-ð við sig, svo algengt sem það var þó í daglegu
máh.
Að láta gera e-ð, það hefur sína ákveðnu merldngu, gamla og gilda, jafiit
í formlegum stíl sem alþýðlegtum, þ.e. að ,ráða þtd að e-ð sé gert'. Og þá
,gert við sig‘ ef svo ber undir: láta klippa sig; láta stjana við sig. En sjaldan
mun fólk láta krossfesta sig - í þeirri merkingu sagnarinnar.
Önnur merking orðalagsins að láta gera e-ð við sig er sú að ,sætta sig við
það, láta það yfir sig gangaf
(27) Ædarðu að láta mann-andskotaiin fara svona með þig?
I þessari merkingu undruðust sumir nærstaddra að kraffaverkamaðurinn
frá Nasaret léti Rómverja krossfesta sig. En laglegi maðurixm sem „er verið
að krossfesta“ á Valhúsahæðinni getur víst (eins og svo margur hjá Steini)
minnstu ráðið um örlög sín.
Nei, hjá honum er láta orðið lítið meira en hjálparsögn,18 táknar ekki
„Hvað eru margar tíðir ...“, s. 183, 204-205; hjá Jóni Friðjónssyni (Samsettar
myndir ..., s. 124—137) spanna „óeiginlegar hjálparsagnir" öllu víðara srið.
18 Hefur þó ekki það einkenni hjálparsagnar að vera hludaus gagnvart frumlagi
(Höskuldur, Setningar, s. 188-189, 194—197) heldur er hún einungis nothæf mn
persónu sem þolanda (felur í sér persónugerringu sé hún höfð um hluti). Láta er
6o