Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Blaðsíða 97
VILTUAÐ EK HOGGVl ÞIG LANGSUM EÐUR ÞVERSUM?“
um áratugaskeið miðlaði sögu-
og bókmenntaskilningi Jónasar
frá Hriflu.16
„Stebbi stælgæ“ fjallar um
samnefndan menntskæling,
sem hlustar á bítlana og rokk
hvenær sem hann getur og á
sér þann draum heitastan að
komast í hljómsveit. Tilviljumn
hagar því svo að einhverju sinni
er hann kemur trítlandi úr búð
með nýja plötu undir hendinni,
verður hann á vegi geimvera,
nánar tiltekið útsendara P/öíÆwkynstofnsins sem býr á plánetunni Hrstoríu.
Hér er Stebbi með Platanveru (Myndröð 17).
Historíubúar hafa verið iðnir við að leggja undir sig aðrar plánetur
og hyggjast nú brjóta undir sig jörðina. En til þess skortir þá upplýsingar
um sögu hennar og menningu og ætla því að nema á brott gáfaðasta jarð-
arbúann. Stebbi verður fyrir valinu, m.a. af því að hann lítur svo á að það
efdrsóknarverðasta í lífinu sé að eiga sem flestar plötur. Hann er settur í
nokkurs konar tímavél og sendur aftur um aldir og árþúsund, eða eins og
Platanprófessorinn, Historíkus, orðar það:
Undimeðvitund þín verður [...] leyst úr læðingi og send aftur
í tímann. Vér munum síðan fylgjast með henni á tjaldi þar sem
hún gengur í gegnum aldimar. (Myndröð 18)
Líkt og ýmsar erlendar myndasögur allt frá fyrri hluta 20. aldar hefur
sagan með öðram orðum ákveðin einkenni sem tengja má vísindaskáld-
sögunni. 1 Hún er satíra og grundvöllur ádeilunnar m.a. lagður með því
16 Tekið skal fram að Indriði G. Þorsteinsson var ritstjóri Tímans þegar „Stebbi
stælgæ" birtist og afstaða hans til menningararfsins nokkuð ólík afstöðu Jónasar og
hans fylgismanna — eins og má t.d. sjá í viðtali hans við Halldór Laxness í
Tímanam þegar Gerpla kom út 5. des. 1952. Indriði var afar hrifinn af sögunni og
sagði meðal annars ,JVIáske verður Gerpla nokkurs konar skálda þjóðarinnar, ber-
andi með sér kaldan bláma vestfirzkra fjalia, blandaðan anda þeirra víkinga og
garpa, skálda og konunga, sem Halldór Kiljan Laxness, hefir nú flutt sína heiðurs-
vöku.“
1 Um vísindamyndasögur má meðal annars lesa í bók Gerald Jones, Men of
Tomorraw. Geeks, Gangsters, and the Birth ofthe Comic Book, New York: Basic Books,
95