Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Blaðsíða 169
KLASSÍK NORÐURSINS
ir skýringarlíkön klassískra bókmenntafræða sem aðferðafræðilega voru
vitanlega undanfari þjóðarbókmenntaffæða. Ef þessi arfur er ekki til (sem
hann sjaldnast er) verður að búa hann til, annaðhvort með því að skýra
upp á nýtt það sem þó er fyrir hendi eða með því hreinlega að búa hann til
efdr ýmsum krókaleiðum. Falsanir hafa stundum verið notaðar, og einnig
það sem ég hef kallað þýðingar án frumtexta, þar sem forn bókmennta-
form og andi þeirra eru þýdd inn í menninguna til að hefja viðtökumenn-
inguna upp á sama stig og hina fomu fyrirmynd.
Þetta merkir að skáldin þýða ekki frumtexta hinna fornu skálda, heldur
beygja tungumál sitt undir form þeirra og bragarhætti og hefja þannig
eigin verk og tungu upp á sama stall og hin kanónísku verk eru á. „Venju-
legar“ þýðingar em einnig notaðar, en þær snúast þá um hin kanónísku
skáld og em t.d. mörg dæmi um það að menn hafi talað um „þýskan“
Hómer í þýðingu Voss eða „þýskan“ Shakespeare í þýðingum Schlegels.
Með þessum hætti er í raun verið að ná í það menningarlega auðmagn, svo
vitnað sé til hugmynda Pierres Bourdieus, sem felst í áhrifavaldi hins
kanóníseraða forms og/eða texta.
Thomas Percy og verk hans era gott dæmi um margar þessara aðferða
vegna þess mikla efhis sem hann gaf út. Hann birti þýðingar á nokkrum
norrænum kvæðum undir heitinu Five Pieces ofRunic Poetry, áðurnefndar
Reliques, þýðingu á Ljóðaljóðunum, frumsamdar ballöður og verk tengd
ættffæði og öðra grúski og loks ensku þýðinguna á inngangi að sögu Dan-
merkur og sýnisbók „danskra“ bókmennta efdr hirðsagnfræðing Friðriks
V Danakonungs, Paul-Henri Mallet.10 Þetta verk vann Mallet upp úr lat-
neskum þýðingum og skýringaverkum um norrænar miðaldabókmenntir
Finna, Igorskviða Rússa, Pan Tadeusz Pólverja, Lapleds Letta, Kalevipoeg Eista og
meira að segja Longfellow orti bandaríska kviðu um indíána, Hiawatha, með því
að „apa“ efrir formi Knlevala, honum til hnjóðs sögðu sumir gagnrýnendur sem
ekki skildu mikilvægi formþýðinga fýrir bókmenntimar. Sjá nánar í Literary
Diplomacy I, bls. 88. Fjölnismenn, ekki síst Jónas, vora einnig hrifnir af Kalevala og
ein af fýrstu þýðingatilraunum Jónasar var brot úr Carric-Thura úr Ossíanskvæð-
nm. Og eins og Andrew Wawn komst að þýddi Jón Espólín Ossíanskvæði um alda-
mótin 1800, þótt aldrei kæmist sú þýðing á prent, sjá „Oðinn, Ossian and Iceland“
í Sagnaþing, helgað Jónasi Kristjánssyni sjötugum 10. apríl 1994, ritstj. Gísii Sigurðs-
son o.fl., Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1994, bls. 829-840.
10 Mallet var sagnffæðingur ffá Sviss, sem hafði reyndar starfstitilinn prófessor í
fagurbókmenntum (fr. belles lettres), en segja má að viðfangsefni hans hafi verið ný
„fombókmermtasaga“. Ensk þýðing Percys kallaðist: Northem Antiquities: or a
Descriptions ofthe Manners, Customs, Religion and Laws of the Ancient Danes and other
167