Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Blaðsíða 96
BERGLJÓT S. KRISTJÁNSDÓTTIR
sprottinn úr, draga fram fáein einkenni sögunnar, drepa á tengsl hennar
við ýmsa texta og reyna þannig að sýna hversu brýnt er að myndasögum sé
gert jafnhátt undir höfði og öðram sögum.
II
Höfundur „Stebba stælgæ“ var teiknarinn, söngtexta- og sagnahöfund-
urinn Birgir Bragason sem fæddist 1937 en lést eftir langvarandi veik-
indi 19. febrúar 2007. Hinn 9. júni árið 1966 tók hann að birta söguna af
Stebba og skemmti lesendum Tímans með henni í um það bil ár eða til 4.
júní 1967. Samtals teiknaði hann þá ríflega 280 myndraðir.13
I efni og formi kallast sagan af Stebba stælgæ bæði á við ffönsku sög-
urnar af Astríki og ameríska tímaritið Mad og er kannski líka skyld neð-
anjarðarsögunum (e. underground comics/comix) sem litu dagsins Ijós í
Bandaríkjunum um og upp úr 1960.14 Kalda stríðið og vígbúnaðarkapp-
hlaupið var þá í algleymingi, gagnrýni á stríðsreksmrinn í Víetnam orðin
umtalsverð en stórfyrirtækin, helstu útgefendur myndasagna, tekin að
blása lífi í gamlar staðlaðar ofurhetjusögur sem misst höfðu drjúgan hluta
lesendahóps síns í stríðslok og á eftirstríðsáranum. Neðanjarðarsögurnar
fólu í sér uppreisn gegn ofurhetjusögunum og raddu brautina fyrir annan
kost, ,öðruvísi myndasögurnar1 (e. the altemative comics) sem taldar eru
koma fram á sjónarsviðið laust fyrir 1970.1:>
Það er skemmtilega þverstæðukennt en þó ekki óröklegt að sarna ár og
loksins birtist hjá sagnaþjóðinni svokölluðu skáldsaga sem ber í hvívetna
einkenni ,gamals‘ módernisma — þ.e. Tómas Jónsson. Metsölubók — skuli
líta dagsins ljós annars konar saga sem sýnir ,nýjasta nýtt‘ í fi'ásagnarformi
sem lítið hefur verið iðkað hérlendis. Og þegar hugsað er til þess að „Stebbi
stælgæ“ gerir m.a. uppreisn gegn viðtökum fornra íslenskra sagna, er það
beinlínis kaldhæðnislegt að hann skuli birtast í Tímanum, því dagblaði sem
13 Sagan endar á myndröð 284 en fyrir kemur að tvær myndraðir bera sama númer.
14 Um 1960 var Birgir vetrarlangt við kúnstakademíuna í Kaupmannahöfh og um
nokkurra vikna skeið í London og París árið 1965. Þá mun hann hafa lesið þær
myndasögur sem á vegi hans urðu. Til New York fer hann hins vegar ekki fyrr en
1967, þ.e. efrir að hann lýkur „Stebba stælgæ". Ekki er þó ólíklegt að hann hafi
strax í Reykjavík komist í fleiri myndasögur en aðrir þar eð faðir hans áttí eina
stærstu bókabúð bæjarins, Bókabiíð Braga. Skólafélaga Birgis og systur hans
Ragnhildi ber saman um að hann hafi verið einlægur aðdáandi Mad. Munnlegar
heimildir: Ragnhildur Bragadóttir og Vésteinn Olason, 19. mars 2007.
15 Um þær, sjá Charles Hatfield, Altemative Comics. An Emerging Literature, 2005.
94