Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Blaðsíða 75
TILBRIGÐI í BYGGINGU FÆREYSKRA SKJALDRA OG ÍSLENSKRA ÞULNA
gátu boðið upp á.18 Óhætt er að gera ráð fyrir því að upptalningar á nöfn-
um og heitum í fomum þulum hafi þróast í upptalningar á minnum
(mótífum) sem geta bæði myndað frásagnarbúta og blandast saman við
nafnaromsur sem lifa áfram í munnlegri geymd.14 Inntakið — heimslýsing
— hefur þá að líkindum einnig lifað áfram að mestu leyti óbreytt, enda
þótt lýsing á heiminum og umhverfinu í þulum síðari alda sé ekki eins
kerfisbundin og í eldri, lærðum skáldaþulum Snorra-Eddu.
Formúlur og þemu í epískum þjóðkvæðum eru tæki til að segja sögu. I
heimslýsingu þulna er hins vegar hvert heitd, minni og atriði mikilvægt í
sjálfu sér og hefur sjálfstætt gildi sem hluti heimslýsingarinnar. Þessar ein-
ingar hafa meira vægi og meira sjálfstæði. Frásögn er drif- og skipulags-
kraftur í epískum þjóðkvæðum; hún ákvarðar hvaða þemu og formúlur
vantar á ákveðna staði í sögunni. I þulum er frásögn ekki allsráðandi og
skipulagið er fyrir vikið ekki jafn háð frásagnarlögmálum. Jafnvel breytur
eins og staður og tími, sem setja venjulegri frásögn þröngar skorður, virð-
ast skipta minna máli í þulum. í staðinn hafa atriði (ásamt smærri eining-
um og frístandandi efni) meira svigrúm til að raða sér sjálf í þulutexta og
innan hans. Ekki verður betur séð en textatengsl skipti höfuðmáli í því
hvernig atriði og annað efni raðar sér saman og stjórni þar með heildar-
skipulagi þulna. Hentugur staður fyrir ákveðið atriði eða formúlu er þá
ekki ákvarðaður út frá ffásagnarformgerð heldur textatengslum.
2.5 Niðurstaða
Formúlukenninguna þarf að laga umtalsvert að þulum ef hún á að vera
nothæf í lýsingu á byggingu þeirra. Miðað við efni ffá 17.-20. öld — en þá
voru flestar þulur frá síðari öldum skrifaðar niður — þyltir best að lýsa
íslenskum þulum síðari alda sem formúlukenndum kveðskap (ekki form-
úlukveðskap) þar sem textatengsl ffekar en frásögn ráða byggingunni.
18 Ytarleg umræða um fornar þulur sem lærða heimslýsingu er í: TypeBHa E.A.,
„Dbojiioibm >KaHpa Tyjn>i b cpejtHeBeKOBOH HCJiaHjtcKoft jiHTepaType“, ílpoÓAeMa
OKanpa e Aumehpamype cpedneeeKoebH, pefl. A.Jf. MttxaHJiOB, MocKBa, 1994, bls.
138—174. [Gurevic E.A., „Þróun bókmenntagreinarinnar „þula“ í íslenskum
miðaldabókmenntum“, Tegundarvandinn í miðaldabókmenntum, ritstj. A.D.
Mikhajlov, Moskva, 1994.]
19 Tilraun til lýsingar á þessari þróun og greiningar á tilgangi íslenskra þulna er í grein
eftir undirritaða: Yelena Yershova, „McjiaHACKiie no3gHne Tyjibi - 3bojiioiih5i >KaHpa“
[„Islenskar þulur síðari alda: þróun bókmenntagreinar11], Atlantica V, 2003, bls.
158-178. Drög að þessari grein eru í: Yelena Yershova, „Heimur og hlutverk þulna“.
Sjá einnig rit sem þar er vitnað til.
73