Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Blaðsíða 205
GÓÐUR, BETRI, MESTUR?
Guðs eru alltaf þær einföldustu og eins samkvæmar sjálfum sér
og hugsast getur, því harm velur ávallt þau lögmál sem rekast
síst hvert á annað. Og leiðirnar eru einnig eins afkastamiklar og
kostur er í hlutfalh við einfaldleika þeirra. Líklega mætti smætta
þessi tvö skilyrði, einfaldleika og afköst, niður í einn eiginleika,
þ.e. framsetningu eins mikillar fullkomnunar og möguleg er.
Stundum er það svo þegar hinar flóknari leiðir eru annars vegar
að þær eyða of miklum tíma og plássi sem hefði verið betur
varið á annan hátt. 41
Platónsk áhrif svífa hér yfir vötnunum, hvort sem þau koma beint úr ritum
eins og Tímæosi eða hafa tekið á sig nýplatónskan búning.
Má í reynd lesa hugmyndir Leibniz í Orðræðu um frumspeki sem lýsingu
á vandamáli, fremur en lausn, þegar þessi áhrif eru höfð til hliðsjónar?
Það er harla ólíklegt þegar við höfum í huga þá stærðfræði sem þróað-
ist samhhða frumspeki hans. Snertifletir frumspeki Leibniz annars vegar
og stærðffæði hans hins vegar eru að vísu lítt rannsakað svið í heimspeki
sautjándu og átjándu aldar.42 En ekki er nóg með að Leibniz hafi sótt sér
innblástur í þá stærðffæði, heldur var hún miklu fremur hluti af frumspeki
hans og sést það bklega hvergi betur en í hugmynd hans tun hirm besta
mögulega heim. Vissulega má vel vera að Leibniz hafi ekki gert skýra grein
fyrir því hvað hann áttá við með „einfaldleika vega Guðs“ eða jafnvel „auð-
legð afleiðinganna“ og enn síður hvað hann á við þegar „annað á að vega
upp á móti hinu“ en slíka mynd - eins óskýr og hún nú er - virðist engu
að síður vera hægt að tengja við fall þar sem breyturnar standa fyrir and-
stæða eiginleika. Og þá er togstreitan milli eiginleikanna sem Leibniz lýsir
orðin æði tæknilegt hugtak. Bæði skipulag og fjölbreytileiki geta þróast út
í óendanlega einhæfiú annars vegar og fullkomna óreiðu hins vegar, en á
ferlinum þar á milli má finna margs konar heimsgerðir en aðeins ein þeirra
nær hinu fullkomna jafnvægi. Því skyldi Leibniz hafa gripið til túlkunar
á vah Guðs sem vísar til einfaldra magnútreikninga, þegar dýnamísk og
ólínuleg túlkun stóð tdl boða?43
41 Die philosophischen Schriften von Gottfried Wilhelm Leibniz VI, bls. 241. Hér þýtt
með hliðsjón af þýðingu E.M. Huggards Theodicy, Essays on the Goodness of God
and the Freedom ofMan and the Orioin ofEvil, A. Ferrer ritstýrði (Chicavo: Open
Court, 1990), bls. 257.
42 Aherslan hefur verið mun meiri á að rannsaka samspil frumspeki og náttúruvísinda,
s.s. aflfræði, í heimspeki Leibniz.
4-’ Enginn hefur verið ákveðnari en Rescher í að halda þessari kenningu á loftd.
203