Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Blaðsíða 124
ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR
Loks er -að nefna borðana sem afmarka sögusíðumar en þeir hafa orðið
vaxandi einkenni efdr þ\n sem bókunum fjölgar. Nú er svo komið að hver
persóna — eða hvert sögustef — á sinn eigin þema-borða sem umlykur
viðkomandi síður. Þetta þýðir að þeir félagar þurfa að hafa mikið samstarf
sín á milli til að hver síða verði í raun sjálfstætt verk en slíkt hefur alltaf
verið mikilvægur þáttur í byggingu mjmdasögu. A stundum eru þessir
borðar hluti af heildarmyndinni eins og þegar ný atburðarás hefst; þannig
er ítrekað hlutverk þeirra fyrir framsetningu og skilning á sögmtni. Þessa
borða má túlka á marga vegu; þá má sjá sem skraut, ítrekun á ævintýraþem-
anu eða jafhvel tilvísun í rætur myndasögunnar í ýrnsu miðaldamyndefhi
sem einmitt er iðulega afmarkað með einskonar umgjörð.19
Myndasagan sem af-myndun
Síðuhönnun og vinna með ramma er eitt af því sem gerir myndasöguna
einstaka, auk samþáttunar mynda og orða. Myndasagan hefur löngum
þurft að berjast fyrir sjálfstæði sínu en í skrifum um hana er hún iðulega
tengd öðrum formum, bókum, kvikinyndum, leikhúsi eða myndlist. Sé
litið til upphafs myndasögunnar sem nútímaforms þá er almennt áhtið
að hún hafi sprottið upp úr pólitískum skopmyndum átjándu og mtjándu
aldar og þannig virðist myndasagan í eðli sínu vera einskonar stef, bast-
arður eða kímera, samsett skrímsl sem er hvergi til nema í ævmtýrum.20
Þó hefur myndasagan verið jafnlengi til og kvikmyndin, sem fljótt öðlaðist
sinn sess meðal sjálfstæðra og afmarkaðra listforma, og því er það næsta
undarlegt að myndasöguformið sem sannarlega hefur staðfest sérkenni sín
í rúmlega öld sé enn álihð „af-leiðing“ annarra forma. A hhm bóginn má
segja að þessi jaðarstaða myndasögunnar hafi gefið henni ákveðið frelsi og
því eru margir sem ekki álíta neina sérstaka þörf á að koma myndasögunni
meira út á miðsvæði meginlínunnar.
Þessi jaðarstaða myndasögunnar veldur því einnig (eða orsakast jafnvel
af því) að myndasagan höfðar til allra aldurshópa. Undantekningarlítið
er erfitt að skipta myndasögum niður eftír aldri lesenda, eins og Tinna-
19 David Kunzle, í History ofthe Comic Sttip, 1. bindi, The Early Comic Strip: Narrative
Strips and Pictnre Stories in the European Broadsheet fi-ojn c. 1450-1825, Berkeley,
University of Califomia Press 1973, tekur saman fjölda af prentuðum mynda-
síðum ffá miðöldum sem eru einskonar formæður mtmdasögunnar.
20 Sjá til dæmis Kunzle, Histoiy of the Cojjiíc Sfí'ip, 1. og 2. bindi (The Nineteenth
Centujy, Berkeley, University of California Press 1990), og almennt flestar þeirra
bóka sem fjalla um myndasöguna í sögulegu samhengi.
122