Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Blaðsíða 146
SVAVAR HRAFN SVAVARSSON
engu meira en hann bæði er og er ekki, hann er engu meira en hami hvorki
er né er ekki.“ Rökin fyrir þessari tlóknari túlkun eru þau að hún útilokar
allar staðhæfingar, en samkvæmt fyrri túlkuninni staðhæfir Pyrrhon eitt-
hvað og gerir sig þannig sekan um ósamkvæmm.16 Hvað er það sem fyrri
túlkunin lætur Pwrhon staðhæfa og hvers vegna gerist Pyrrhon sekur um
ósamkvæmni ef hann staðhæfir það? Orðalagið „x er engu meira F en
ekki-F“ þýðir að x sé ekki eingöngu F eða ekki-F. Þetta felur í sér að x gæti
verið bæði F og ekki-F, og að x gæri verið hvorki F né ekki-F. Ef Pyrrhon
leyfir þessa tvo möguleika sem útskýringar á orðalaginu „engu meira en“,
þá er hann hvorki í mótsögn við það sem hann hefur áðm- sagt í setningmn
la og lb, né staðhæfir hamr nokkuð sem hami hefur ekki áður gefið í skyn.
Pyrrhon getur leyft að x ktrnni að vera bæði F og ekki-F eða hvorugt, bara
svo lengi sem hann staðhæfir ekki að það sé eingöngu F eða ekki-F.
I setningu 3a staðhæfir Pyrrhon síðan að eitthvað hendi fólk sem ber
sig að með þeim hætri sem lýst er í setningum 2a-c. I fyrsta lagi hætrir fólk
að fullyrða. Pyrrhon fullyrðir ekki um neitt að x sé eingöngu F eða ekki-F.
Þessa afstaða er í raun dómsfrestun, epoché. Sem slík færir hún Pyrrhon
aftur nær pyrrhonisma Sextosar. Samt sem áður er enn mikilvægur munur
á Pyrrhoni og Sextosi: afstaða Pyrrhons byggist ekki á jafngildi og óákt'-
arðanleika á sama hátt og dómsfrestun Sextosar. I augum Pyrrhons leiðir
óákvarðanleiki til kenningar um það hvernig hlutir eru í eðli sínu. Sextos
stendur einfaldlega á gati og ffestar dómi. Eitt hugtak af nokkrum sem
hann notar ril að tjá ástandið sem felst í þessari dómsfi-estun er raunar
sama hugtak og notað er í kafla Aristóklesar: afasia (PH1 1.192). Afasia
Pyrrhons gefur til kynna að hann muni ekki segja um x að það sé F eða að
það sé ekki-F. Þessi afstaða birrist sem afleiðing af þeirri afstöðu að x sé ekki
F eða ekki-F. Pyrrhon seilist út fyrir efahyggju Sextosar; hann neitar bæði
að x sé F og að x sé ekki-F, og leyfir að x geri verið bæði eða hvorugt. En
Pyrrhon hafnar því að lýsa hlutum jákvætt eða neikvætt, sem F eða ekki-F.
I þeim skilningi játar Pyrrhon hvorki né neitar nokkrum hlut, alveg eins
og Sextos. Þetta kann að vera það sem Tírnon hefur í huga í skýringum
sínum á orðalaginu „engu meira en“ (sem við sáum í kafla Aristóklesar);
segi maður að hlutur sé engu meira F en ekki-F, þá „ákvarðar maður ekk-
ert og setur ekkert fram“ (DL18 9.76). Hjá Pyrrhoni spretmr afasia af
16 Flestir skýrendur íylgja fyrri túlkuninni, að undanskildum LS (k. 1F), Hankinson
(1995: 63-64), Long (2006: 68-69).
17 Pyirhöneioi hypotypöseis, eða Útlínur pyiThonismans, skammstafað PH.
18 Díogenes Laertíos, Ævir og meiningar merkra hehnspekinga, skammstafab DL.
r44