Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Blaðsíða 95
VILTUAÐ EK HOGGVI ÞIG LANGSUM EÐUR ÞVERSUM?'
Reyndu að finna lesefni sem höfðar til barnsins. Fyrirsagnir í
blöðum, íþróttafréttir, skrýtlur, myndasögur, auglýsingar, hvað
sem er gerir gagn ef barnið sýnir því áhuga.9
Áhugaleysi fræðimanna um myndasögur er ekki séríslenskt fýrirbæri
þó að það virðist útbreiddara og endingarbetra hér en víða annars staðar.
Oftast má rekja það til fordóma. Thierry Groenstein, sem fjallað hefur
um hve seint myndasögunni sækist að vera metin að verðleikum, segir
að „fjórar syndir“ valdi því einkum: hún sé blendingur texta og myndar;
frásögn hennar sé á sviði kimabókmennta (e. sub-literature)\ hún tengist
algengri grein myndlistar, skopteikningum, sem ýmsir líti niður á; hún
feli í sér afturhvarf til bernskuáranna — þó að hún sé nú einlægt ætluð
fullorðnum lesendum öfugt við það sem tíðkaðist frá upphafi 20. aldar og
fram um 1960.10
Enda þótt fordómar í garð myndasögunnar hafi naumast verið upp-
rættir hefur þó margt verið skrifað um hana. I Asíu hefur hún notið meiri
virðingar en víðast hvar í Evrópu og Ameríku enda er hún tengd leturgerð
í kínversku og japönsku. Á Vesturlöndum hafa sumir talið hana allskylda
kvikmyndalist meðan aðrir hafa kosið að líta á hana sem ritlist, bókmeimt-
ir;11 ýmsir hafa skoðað hana frá sjónarhóli táknffæði en aðrir athugað hana
á grunni hugrænnar málfræði og kannað hvort sömu hugsanaferlin (eða
-mótin) marki ekki jafht teikningar manna og mál.12
Elér ætla ég að víkja stuttlega að þeim jarðvegi sem „Stebbi stælgæ“ er
9 http://www.heimiliogskoli.is/foreldrasamstarf/fyrir_foreldra/algengar_spurn-
ingar/?ew_news_onlyarea=contentl&ew_news_onlyposition=14&cat_
id=27382&ew_14_a_id=133117; sótt 13. ágúst 2007.
10 Thierry Groenstein, „Vúiy are Comics still in Search of Cultural Legitimization?“
Comics and Culture. Kaupmannahöfh: Museum Tusculanum Press, 2000, bls. 35 og
30. Um þetta efni sjá einnig Mila Bongco, Reading Comics. Language, Culture, and
the Concept ofthe Superhero in Comic Books, New York/London: Garland Publishing,
Inc., 2000, bls. 19^44.
11 Meðal þeirra sem séð hafa margt líkt með myndasögum og kvikmyndum er
Manuel Kolp, Le langage cinématographique en bande dessinée, Bruxelles: Editions de
l’Université Bruxelles, 1992. Charles Hatfield er hins vegar í hópi þeirra sem lítur
á myndasöguna sem bókmenntir, sjá Altemative Comics. An Emerging Literature,
Jackson: University Press of Missisippi, 2005.
12 Hér má nefna Pascal Lefevre, „Narration in Comics“, Image and Narrative, ág.
2000, http://www.imageandnarrative.be/narratology/pascallefevre.htm, sótt 15.
júh' 2007 og Charles Forceville, „Visual representations of the idealized cognitive
model of anger in the Asterix album La Zizanie“, Joumal of Pragmatics 37, 2005,
bls. 69-88.
93