Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Blaðsíða 119
ÆVINTYRIÐ GENGUR LAUST
Uppspuni
Slík \dnna með myndmál er sérstaklega mikilvæg fyrir Fables-seríuna, því
þar eru spurningar um stöðu ævintýrsins og ævintýrapersóna beinlín-
is fléttaðar inn í grundvöll frásagnarinnar. Ævintýraheimarnir eiga sér
nefnilega sinn eigin veruleika, tilvist þeirra er knúin áfram af öllum þeim
sögum sem sagðar hafa verið frá ómunatíð — og eru sagðar áfram í Fables.9
Þannig snýst myndasagan að nokkru leyti um sjálfa sig, ekki aðeins sem
tdlbrigði við ævintýrið heldur einnig sem mikilvægur þáttur í því að halda
ævintýrinu á lífi. Jafnframt þallar sagan um yfirráð yfir ævintýrum, með
mögulegum tilvísunum til fyrrnefndra Disney(ískra) útgáfa sem hafa á
undanförnum árum verið gagnrýndar fyrir að þynna út og auka á sætleika
ævintýrsins og draga þannig úr því tennurnar. Heimur Fables er grimmur
og myrkur þrátt fyrir húmor og gleði, ást og töfra.
Söguþráður Fables er ekki auðrakinn enda er hér mikið spilað á þekk-
ingu lesenda og endalausar flækjur með fléttur. Upphaf atburða sögunnar
má rekja til þess að einu sinni fyrir langa löngu fylltist smiðurinn flinki,
Jakob, faðir trédrengsins Gosa, nýjum metnaði í kjölfar þess að Gosi
breyttist í lifandi dreng. Það eru auðvitað töfrar bláu heilladísarinnar sem
umbreyta trébrúðu í dreng af holdi og blóði en sjálf trjátegundin spilar
einnig mikilvægt hlutverk. Jakob er einmana eftir að sonurinn fer út í
hinn stóra heim svo hann tekur heilladísina til fanga og hefúr fjöldafram-
leiðslu á „gosum“; meðal annars býr hann til risavaxinn hyrndan demón
og sendir hann í stríð. Herinn samanstendur af svartálfum, tröllum og
álíka demónskum verum, ásamt ýmsum ffægum persónum ævintýraheim-
anna, rússnesku norninni Baba Jaga, Snædrottningunni og nornaveiðaran-
um Hans (en eins og allir vita er Hans þekktastur fyrir að brenna gamla
nom í bakaraofni í ævintýrinu um þau systkinin Hans og Grétu). Þannig
leggur Jakob smátt og smátt undir sig alla vestræna ævintýraheima, kon-
ungsríki og smáríki.10 Þeir sem ekki vilja sætta sig við stjórn hans — og
mörgum amapunktum í einu vetfangi: á einni síðu eða opnu myndasögu er því
hægt að upplifa þá tilfinningu að vera bæði hér og þar. Scott McCloud, Under-
standing Comics, Massachusetts, Kitchen Sink Press 1993, bls. 104.
9 Þetta er auðvitað ekki ný hugmynd heldur nokkuð þekkt stef fantasíu- og barna-
bókmennta. Frægt dæmi er Sagan endalausa eftir Aíichael Ende (1979, á ísl. 1984).
Reyndar eru svo þessar hugmyndir um vinsældir sagna og mikilvægi geymdar
þeirra í hugum fólks dregnar í efa síðar í Fables, en þar bendir ‘nomin’ á að hún sé
nafhlaus og því \dti enginn hver hún sé, samt sé hún eitt máttugasta ævintýrið,
stútfull af göldrum.
10 Hafi einhverjir mögulega túlkað sögumar út ffá spennu milli austurs og vesmrs þá
XI7