Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Blaðsíða 174
GAUTI KRISTMANNSSON
tdl að koma út nokkurs konar „ensku“ svari við hinni gelísku klassík sem
komið hafði fram eins og þruma úr heiðskíru lofti.'-1 Percy fór til Lundúna
og átti stríðsfund með Johnson eins og hann sagði sjálfúr og hafa áhrif
Johnsons vafalaust orðið til þess að gerðir voru samningar um útgáfu á
rúnakvæðunum svonefndu, ballöðunum og einnig þýðingu á Ljóðaljóðun-
um, sem er engin tilviljun í þessu samhengi.24
F}Tsta verkið, Five Pieces ofRunic Poetry, kom síðan út árið 1763 með
formála sem sýnir vel þá leið sem Percy fór í endurtúlkun siimi. Kverið
sjálft minnir óþægilega á f\TÍrmyndina, Fragments, og dregur Percy enga
dul á að það sé gefið út vegna vinsælda þeirra. En hann gleymir ekki held-
ur að ýja að því að verk Macphersons sé fölsun og að hann hafi ekki haff
færi á slíku þar sem öll Ijóðin sem hann hafi þýtt hafi þegar verið birt ásamt
þýðingum á latínu og sænsku. Þessi litla fulþirðing eða nánast dylgjm' mið-
að við það sem menn vissu um uppruna Ossíanskvæða á þeim tíma sýnir
strax þá áherslu sem lögð var á ritaðar heimildir til að véfengja verk Macp-
hersons. Þetta virkaði vel þrú Macpherson gerði síðar þá grundvallarvillu
að bakka ffá munnlegum uppruna Ossíanskvæðanna og fara að tala um
handrit, handrit sem sum voru ekki tdl. Johnson sá það og lét ekki framhjá
sér fara til að berja á Macpherson þegar hann fékk færi á því.2-'1
Percy var hins vegar ekki sjálfur allt of vandur að meðulum eins og sjá
má þegar rýnt er í formálann. Eitt þeirra tákna sem hann notar í gegnmn
•allt verkið eru rúnirnar, einmitt tál að undirsU'ika ritaðan uppruna kvæð-
anna og einnig það hversu forn þau eru. Þarna hallar hami sér að hug-
myndum Ole Worms um rúnaletrið norræna og þtú viðmiði sem gerði
22 Nick Groom, „Celts, Goths and the Nature of Literary Source“, bls. 15.
24 Percy segir í bréfi í maí 1761 að hann hafi haldið „council of war“ með Johnson og
skrifaði hann um sama leyti undir samninga við Robert Dodsley, einn kuimasta
útgefandann í Lundúnum á þeim tíma, um útgáfu á Five Pieces og Reliques ásamt
nýrri þýðingu á „Ljóðaljóðunum“, sjá The CoiTespondeace of Tbojnas Percy and
Williajn Shenstone. The Percy Letters 7, ritstj. Cleanth Brooks, New Haven: Yale
UP, 1997, bls. 96.
23 Johnson fór í sérstaka ferð með skoskum ætdsöguritara sínum, James Boswell, upp
í skosku Hálöndin og ritaði í framhaldi af þ\tí fræga ferðabók, Joimiey to the Western
Isles of Scotland in 1113, og réðst hann kröftuglega á Macpherson og Ossían í
henni. Aður hafði hann fengið doktorsnafnbót írá Trinity College á Irlandi og eft-
ir þetta fékk hann líka langþráða doktorsgráðu frá Oxford-háskóla þar sem hann
hafði aldrei lokið námi. Sjá grein mína „Ossian: a Case of Celtic Tribalism or a
Translation without an Original", 1997, bls. 451—462.
I72