Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Blaðsíða 168
GAUTI KRISTMANNSSON
mikla sögu enskra bókmennta í þremur bindmn og lagði þar með grunn-
inn ásamt Hugh Blair og öðrum Skotum að þessari íræðigrein sem byrjað
var að kenna á mtjándu öld.7
Asamt því að særa fram alla þessa karla er nauðsynlegt að hugleiða
aðeins nokkrar hugmyndir um þýðingar og not þeirra við uppbyggingu
þjóðararfs. Það er vegna þess að hugmyndir manna um hlut\rerk þýðinga í
þjóðarbókmenntum eru ákaflega takmarkaðar og er það í raun eitt sterk-
asta einkenni hugmyndafræði um þjóðir almennt; vegna eðlis þ}iðinga eru
þær oftast teknar út frnir almenna orðræðu um (þjóðar)bókmenntir og
það þó að oft séu þær einmitt það afl sem gefnr bæði bókmenntakerfinu
og einstökum höfnndum þann byr sem þarf til að komast á siglingu.8
Aðferðin sem beitt er, þ\d þetta er sannanlega aðferð, sem sýnir sig í
orðræðu, útgáfu og öllu viðhorfi til þýðinga, gerir eimúg einstökum bók-
menntakerfum og raunar höfondum kleift að má út sporin sem fyrir voru
og marka sín eigin sem algjörlega frumleg fyrirbrigði. Það gefur þ\d auga
leið að þýðingar henta ákaflega vel til að undirb^'-ggja hugmyndakerfi á
borð við þjóðir, einkum þær sem vantar eitthvað í grunninn hér og þar.
Hráefni og tilbúningur arfleifðar
Eitt af þ\d sem hver vestræn þjóð þmfd til að geta komist í hópinn með
öðrum þjóðum eru fornar bókmenntir, eða a.m.k. eitthvað sem tengja má
við fornar menntir Grikkja, t.d. mikið epískt þjóðkvæði sem leiðir hugann
að hómerískum affekum að efni og/eða formi.9 Auðvitað sætta menn sig
við minna á stundum, en oftast þarf einhvern arf sem unnt er að fella und-
' Hér er vísað að hluta til hugmynda Roberts CravTords um „uppfinningu" Skota á
fræðigreininni „enskar bókmenntir", en hann telur Warton ekki eiga neinn þátt í
þeirri uppfinningu, þrátt fyrir skrif hans, einungis Hugh Blair, sjá Devolving Eng-
lish Literature, Oxford: Clarendon, 1992, bls. 19.
8 Sbr. hugmyndir um bókmenntakerfin hjá Itamar Even-Zohar í „The Position of
Translated Literature within the Literary Polysystem“ í Poetics Today 11:1/1990,
bls. 45-51, og André Lefevere í Translatim, Rewriting and the Manipulation ofLit-
erary Fame, Lundúnum o.v.: Routledge, 1992. Ástráður Eysteinsson fjallar einnig
um þetta í Tvímælum, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1996, bls. 225-229.
9 Merkileg einkenni á „sérstöðu" þjóða felast nefnilega oft í nákvæmlega sömu fyrir-
brigðunum, t.d. þjóðtungu, þjóðarbókmenntum, þjóðsögum, þjóðfánum og áfram
mætti lengi telja. Talað er t.d. um „íslenskt“ leikhús, „íslenska" óperu, „ís
lenska“ knattspymu og meira að segja „enska“ þótt Englendingar séu orðnir nán-
ast minnihluti leikmanna í úrvalsdeild. Epísku kvæðin eru fjöldamörg: Kalevala
166