Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Blaðsíða 127
ÆVINTÝRIÐ GENGUR LAUST
eins og Roz Kaveney bendir á í bók sinni Superheroes! Capes and Crusaders
in Comics andFilms (2008).30 Það er eftirtektarvert að ofnrhetjusagan — og
með henni hefð myndasögunnar fyrir epíska sagnabálka — kemur fram
á svipuðum tíma og Walter Benjamin syrgir hvarf sögumannsins í grein
sinni um skrif rússneska höfundarins Nikolai Leskov.31 Grein Benjamins
er skrifuð árið 1936 og árið 1938 birtist Súperman fyrst. Enda þótt aðrar
ofurhetjur eins og Flash Gordon og Buck Rogers haíi þegar verið komnar
fram er tími ofurhetjunnar iðulega miðaður við ofurmennið í rauðu nær-
buxunum utanyfir bláa teygjugallann sinn. Innan ofurhetju-sagnabálkanna
eru svo til ótal útgáfur af hverri hetju og jafnvel félagasamtökum hetja í
bland við strauma og stefnur síns tírna.3" Dæmi um slíkt er í X-Mera-seríu
rithöfundarins Grant Morrison sem var á sínum tíma hleypt af stokkunum
til að fylgja efrir vinsældum fyrstu X-Mew-kvikmyndarinnar (2000). Fyrir
utan ýmsar breytingar í útliti X-mannanna, stökkbreyttra einstaklinga sem
nota þá hæfileika sem stökkbreytingarnar gefa þeim til að berjast gegn
vondum öflum þjóðfélagsins en þurfa einnig að takast á við stöðuga for-
dóma þeirra sem eru „öðruvísi“ fór serían fljótlega að taka á hryðjuverka-
hysteríu ráðamanna sem reið yfir heimsbyggðina í kjölfar 11. september
2001.33 Sögumar af hinum stökkbreyttu em sérlega meðfærilegar til að
fjalla um málefhi líðandi stundar sem er nokkuð í andstöðu við áhersluna
sem Benjamin leggur í upphafi greinar sinnar; þar ítrekar hann mikilvægi
nákvæmra endurgerða sagna en seinna bendir hann einnig á mikilvægi til-
brigða í sögum í meðföram hvers sögumanns. Annað einkenni frásögurmar
eins og Benjamin skilgreinir hana er að hún gerist í fjarlægum löndum og
sögumaðurinn býr yfir ríkri þekkingu á sögusviði, goðsögnum, þjóðsögum
og öðram álíka atriðum.34 Þetta er mjög áberandi innan ofurhetjusagna
en þær era skrifaðar af mörgum höfundum og hver nýr höfundur verður
Roz Kaveney, Superheroes! Capes and Crusaders in Comics and Films, London, I.B.
Taurus 2008.
31 Sjá „The Storyteller: Reflections on the Works of Nikolai Leskov“ í Walter
Benjamin, Illuminations ('Illuminationen), ritstj. Hannah Arendt, þýð. Harry Zom,
London, Pimlico 1999, bls. 83-110. íslensk þýðing Benedikts Hjartarsonar í
Fagurfrœði ogmiðlun, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2009.
32 Sjá Greg Garrett, Roz Kaveney og Richard Reynolds.
33 Þess ber að geta að þessi tiltekna saga hefur frá upphafi fjallað um baráttu gegn
fordómum en Morrison gekk enn lengra í sinni útgáfu, sérstaklega þegar á leið og
áhrif hryðjuverkanna urðu meira áberandi. Þetta hefur svo haldið áfram að vera
lykilþema í X-Mew-kvikmyndunum.
34 Margir hafa bent á að yfirlýsing Benjamins um fráfall sögumannsins hafi verið
orðum aukin og ótímabær. Eg ætla mér ekki að fara út í þá umræðu hér að öðru
I25