Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Blaðsíða 100
BERGLJÓT S. KRISTJÁNSDÓTTIR
blaðsmjoidröðin — og raunar myndasagan sjálf — setnr. Hins vegar auð-
veldar birtingarformið að inn í söguna sé fellt ýmislegt úr samtímanum,
ýmislegt sem setur mark sitt á sjálfan miðilinn á tilteknum tíma og þá kemur
fýrir að ákveðin formseinkenni, t.d. stafagerð í talkössunum, eru nýtt til að
ydda andstæður og skerpa á húmor. Þegar útsendarar Platankynstofnsins
leita að gáfaðasta manni jarðar, hefja þeir til að mynda leitina hjá stónæld-
unum tveimur sem standa grá fyrir járnum hvort gegn öðru í kalda stríð-
inu. Þeir koma fyrst til Bandaríkjanna en hrökklast burt þaðan eftír að
hafa dæmt auglýsanda „BIMBO“-þvottaeínis í sjónvarpsupptöku heldur
tregan. I Rússlandi tekur ekki betra við; þar hitta þeir fyrir stúlku og föður
hennar á túni í sveitinni — í baksýn er traktor — en faðirinn rekur þá burt
með orðum sem líta nokkurn veginn svona út: „BUfir FPIÁ flÓTTUfl
MIMMI, Þlfl KAPirALISKU St^lflSMAMGA^A^!11 (Myndröð 11).
Um leið og orð Rússans — og aðstæður hans allar — mynda andstæðu við
BIMBÓ-auglýsandann í sjónvarpssal, minna rússnesku stafirnar á aðferð-
ina í Astríksbókunum, t.d. íAstérix chez les Goths (Astiíkur og Gotarnir) þar
sem gotneskt letur er notað þegar Gotar tala, meðal annars til að gera þá
framandi.24
Annað dæmi um hvernig birtingarformið nýtist í „Stebba stælgæ“ er
þegar sögumaður segir skömmu fyrir jól:
Þar sem jólin eru nú á næsta leiti ætla ég að gleðja Islands-
sögukennarana — þótt fæstir eigi það skilið og láta Stebba
hverfa úr íslendingasögunum og halda utan til Evrópu til móts
við nýjar hættur og sálartruflanir ... mannkynssögukennarar
eiga það skilið. (Myndröð 162)
Þegar Stebbi lendir við lok myndraðinnar á erlendri grund — seinna
kemur í Ijós að það er Skotland á víkingatímunum — er áfram unnið með
„jólaþema“ sögumanns. Því slær með öðrum orðum bókstaflega inn í
atburðarás. Þar er það til að mynda nýtt til að sýna sitthvað í fortíð og
nútíð í nýju Ijósi: víkingaferðir verða hliðstæðar innkaupaferðum 20. aldar
Islendinga til útlanda fyrir jól — og Stebbi stælgæ reynir að bjarga lífi sínu
með því að auglýsa jólabækurnar fyrir Bókabúð Braga.25 Hámarki nær
24 Sagan af Astríki og Gotunum kom út á frönsku 1963. Um gotneskt letur í henni
og hlutverk þess, sjá Catherine Khordoc, „The Comic Book’s Soundtrack. Visual
Sound Effects in Asterix“, The Language of Comics. Word and bnage, Jackson:
University Press of Missisippi, 2001, bls. 165.
2:1 Bókaauglýsing Stebba leiðir líka hugann að stælingum Mad á auglýsingum. Sjá t.d.
geisladiskana Totally Mad 1-3, 1999.
98