Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Blaðsíða 173
KLASSÍK NORÐURSINS
að „fínna“ þjóðkvæðið epíska og þýða það og reyndist sú aðferð einnig
rnikilvæg fyrirmynd margra langt fram eftir næstu öld.20
En fundurinn mikli olli öðruvísi óróa á Bretlandseyjum en raun varð á
annars staðar í Evrópu. Flokkadrættimir sem upp úr honum urðu þar sýna
raunar að farið var að berjast um bókmenntaarfinn og túlkun hans á þjóð-
legum forsendum. Menntamenn í Dvdhnni risu t.d. strax upp óðir og upp-
vægir og sökuðu Macpherson um að hafa stolið írskum þjóðkvæðum sín-
um og breytt þeim í skosk. Birtu þeir auglýsingu þess efhis áður en
sögukvæðið mikla Fingal kom út í lok ársins 1761 og er það vafalaust í
fynsta sinn sem þýðandi er ásakaður um fölsun áður en verkið kemur út.21
Margir Englendingar, með Johnson í fararbroddi, töldu verkið allt vera
fölsun og blandaðist umræðan, sem fram fór af gífurlegri heift, þjóðemis-
umræðu og stjómmálaástandinu.22 Georg III Englandskonungur var
nýtekinn við og hafði gert Skotann Bute lávarð að fyrsta ráðherra sínum
og var Skotahatur í mikilli tísku í Lundúnum á þessum ámm, enda ekki
langt um hðið frá því Karl, prinsinn væni (Bonnie Prince Charlie), af
Stúartættinni hafði komið með sveitir úr Hálöndunum skosku til að reyna
að ná völdum af Hanover-ættinni 1745-1746.
Percy fór ekki varhluta af æsingnum en með þessu var allt í einu kom-
inn grundvöllur til útgáfu á þýðingum hans úr norrænu og á ballöðunum
þrátt fyrir að slíkur kveðskapur teldist engan veginn til hámenningar þess
tíma. Eins og Nick Groom hefur lýst settu Percy og félagar allt á fulla ferð
20 Tilurð Ossíanskvæöa er vel lýst m.a. í bók Fionu Stafford, The Sublime Savage,
1988. Besta dæmið um sama leik annarra við tilbúning þjóðarbókmennta er
Kalevalakvœði Eliasar Lönnrots, þar sem sömu aðferð er beitt; þjóðvísum í munn-
legri geymd er steypt saman í epískt kvæði. Fleiri kviður „fundust“ eða urðu til
upp úr þessu, t.d. Igorskviða Rússa. Oftast nær reyna menn þó að afneita skyldleika
þessara texta við Ossíanskvæði, einmitt til að sanna að þetta séu „raunveruleg“
þjóðkv'æði, en ekki fölsun eins og Ossían. Er þá oft beitt nákvæmlega sömu rökum
og beitt var til að „sanna“ að Ossíanskvæði væru ósvikin, t.d. að svona hefði enginn
samtímamaður getað skrifað, eða að tímasetja megi textann efdr trúarlegum við-
horfum sem fram koma í honum. Sjá t.d. grein Arna Bergmanns „Handritið sem
brann“ á undan þýðingu hans á Igorskviðu, Reykjavík: Mál og menning, 1996, bls.
11-12.
21 Sbr. grein mína „Ossian: a Case of Celtic Tribahsm or a Translation without an
Original?" í Transfer. Úbersetzen - Dolmetschen - Interkulturalitat, ritstj. Horst W.
Drescher, Frankfurt/Main: Peter Lang, 1997, bls. 449M62.
22 Linda Colley hefur farið vel yfir Skotahatrið sem viðgekkst á Bretlandseyjum upp
úr 1760 í bók sinni Britons. Forging the Nation 1707-1837, 2. útg. Lundúnum:
Pimlico, 1994.