Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Blaðsíða 180
GAUTI KRISTMANNSSON
oftast kallaðir og gerir hann það á afar snyrtilegan hátt með þth að þýða
hluta úr Krákumálum efdr latneskri þýðingu hjá Worm og biitdr hann
meira að segja latneska textann með.lS En rétt eins og Percy þýðir Blair
með alveg ákveðið markmið í huga og er það nokkuð augljóst af því sem
hann segir efdr þýðinguna:
This is such poetry as we might expect from a barbarous narion.
It breathes a most ferocious spirit. It is wild, harsh and irregular;
but at the same time animated and strong; the style, in the orig-
inal, full of inversions, and, as we leam from some of Olaus’s
notes, highly metaphorical and figured.
But when we open the works of Ossian, a very different
scene presents itself. There we find the fire and the enthusiasm
of the most early times, combined with an amazing degree of
regularity and art. We find tenderness, even delicacy of senti-
ment, greatly predominant over fierceness and barbarity. [...]
When we turn from the poetry of Lodbrog to that of Ossian, it
is like passing from a savage desert, into a fertile and cultivated
country. y
Munurinn er augljós og kannski skiljanlegt hvers vegna Percy var að basla
við að gera víkingana að rókokóskáldum, en hitt er líka víst að Ki'ákumál
(eða brot úr þeim) hafa sennilega sjaldnast verið gefin út jafnört á enskri
tungu og á árunum 1762-5. Ein þýðing eftir Thomas Warton eldri hafði
raunar komið út árið 1748 eins og Andrew Wawn hefur bent á, en síðan
komu þau út 1762 í útgáfu Percys í Lady V Magazine, aftur í janúar 1763 hjá
Blair og enn einu sinni hjá Percy í apríl sama ár.40 Loks kom ritgerð Blairs
38 Sama rit, bls. 289.
39 James Macpherson, The Toems of Ossian and other Works, ritstj- Howard Gasldll,
Edinborg: Edinburgh UP, 1996, bls. 349. „Þetta er kveðskapur sem vænta má frá
villimannaþjóð. Hann stafar af sér grimmdarlegum anda. Hann er Ulltur, harð-
neskjulegur og óreglulegur; en um Ieið lifandi og sterkur; stíllinn í frumtextanum
er markast mjög af umsnúningi í orðaröð og eins og sjá má af athugasemdum
Olaus [Worms] fullur af myndhverfingum og stílbrögðum.En þegar við opnum
verk Ossíans birtist okkur allt önnur mynd. Þar finnum við eldmóð og ákafa fjTStu
alda í bland við reglufestu og list á ótrúlega háu stigi. Við finnum miklu frekar
blíðu, jafhvel tílfinningafágun, en grimmd og villimennsku. [...] Þegar \dð snúurn
okkur ffá kveðskap Ragnars loðbrókar tíl Ossíans, þá er það eins og að koma úr
villtri eyðimörk á frjósamt og ræktað land.“ (Þýðing mín.)
40 Andrew Wawn, The Vikings and the Victorians: Inventing the Old Nonb in Nine-
teenth-Centiny Britain, Cambridge: D.S. Brewer, 2000, bls. 22.
I78