Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Blaðsíða 182
GAUTI KRISTMANNSSON
and no less was paid to the northern SCALDS by most of the
nations of the Gothic race. Our Saxon ancestor, as well as their
brethren the ancient Danes, had been accustomed to hold men
of this profession in the highest reverence.44
Lítum á lykilorðin sem falla í þessari fyrstu efnisgrein, en þau eru: „Min-
strels“, „genuine successors“, „ancient Bards“, „arts of Poetry and Music“,
„harp“, „Scalds“, „Gothic race“, „Saxon ancestor“ og „brethren, the anci-
ent Danes“. Þetta eru þræðirnir í ættartölu þeirra sem hann telur hafa ort
ballöðurnar sínar; og er byggingin þannig að „the Minstrels“ eru óstdknir
arftakar „the Bards“, en þar sem hann hefur litlar eða engar ritaðar heim-
ildir um eða efdr „bardana“ sína hjá saxnesku forfeðrunum þá \dsar hann
til norrænu skáldanna sem samsvarandi hliðstæðu hjá þessum samgotneska
kynþætti. Harpan gegnir líka lykilhlutverki sem klassísk vísun þótt erfitt sé
að ímynda sér Þormóð Kolbrúnarskáld að slá hörpu sína í hvítum kyrtli
eins og samtímamyndir sýndu þessi „fornskáld“ iðulega. I síðari útgáfum
taldi hann orðsifjar germanskra mála einmitt sanna að þetta orð hefði ver-
ið notað til þýðingar á hinu gríska kiþara í þeim öllum og slær þar með
tvær flugur í einu höggi, hina grísku vísun og hinn samgermanska arf.4"'
Eg nefni síðari útgáfur ekki að ástæðulausu því að ritgerðin tók tölu-
verðum breytingum í tveimur þeim næstu, m.a. annars af því að kunmr
fornfræðagrúskarar voru meira en lítið hissa á þessari nýju ættartölu far-
andsöngvaranna og þeir létu í sér heyra.46 I annarri útgáfu var hún meira
en helmingi lengri og orðin 57 blaðsíður, og það áður en nokkur ballaða
birtist. Eftir mikinn gröft í heimildum af ýmsu tagi, getgátur og það sem
kallað hefur verið alþýðuskýringar í orðsifjum kemst Percy aftur að sömu
niðurstöðu:
44 Thomas Percy, Reliques of 'Ancient Englisb Poetiy I, Lundúnum, 1765, bls. xv. „Far-
andsöngvararnir virðast hafa verið ósviknir erfingjar hinna fornu „barda“ sem
sameinuðu listdr skáldskapar og tónlistar og sungu sín eigin ljóð við undirleik
hörpu. Það er vel þekkt hversu mikillar virðingar „BARDABNIR" nutu hjá
Bretum [Keltum] og ekki nutu SKALDIN minni virðingar meðal flestra þjóða af
gotnesku kyni. Saxneskir forfeður vorir höfðu, eins og bræður þeirra hinir fornu
Danir, vanist því að sýna þessari starfsstétt hina mestu lotningu.“ (Þýðing mín.)
4;> Thomas Percy, Reliques of 'Ancient English Poetiy I, Lundúnum, 1767, bls. xlix.
46 Kunnastur var Samuel Pegge sem hélt erindi um málið hjá Society of Antiquaries
árið 1766. Davis hefur skoðað hvaða áhrif þetta hafði á næstu útgáfur Percys, en
honum tókst að lokum að fá Pegge á sitt band með því að sveigja rökin svolítdð,
Thomas Percy, 1981, bls. 93-95.
180