Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Blaðsíða 149
ÓSKILJANLEGUR BREYTILEIKI TILVERUNNAR
arskoðun Pyrrhons væri sú að sýndir stöngnðust á, að einum sýndist þetta
en öðrum hitt, og að þessi ósamkvæmni væri óleysanleg, ekki væri hægt
að komast að því hvaða sýnd segði satt. En í kafla Aristóklesar er hvergi
minnst á ósamkvæmni sýnda. Engu að síðtu segir Aristókles annars staðar
að Pyrrhon hafi byggt rök sín á „andstæðum“ (PE 14.2.4 = DC26A), eða
því sem hann kallar einnig „mótstæður“ (14.18.31 = DC26B). Díógenes
eignar Ænesidemosi þá kenningu að Pyrrhon hafi ekki skilgreint neitt
með afdráttarlausum hætti „vegna mótstæðna“ (DL 9.106 = DC8). Það
er eðlilegt að álykta sem svo að þetta bendi til þess að Pyrrhon notfæri sér
ósamkvæmni sýndanna.23
Aðrar heimildir um þá skoðun Pyrrhons að ekki sé hægt að ákvarða
hvaða sýnd segi satt liggja ekki á lausu. Engu að síður virðist Aristókles
aðhyllast þessa túlkun, því samkvæmt honum fullyrti Pyrrhon að ekk-
ert væri þekkjanlegt; almennt telur Aristókles Pyrrhon hafha möguleika
mannsins á þekkingu.24 Það er mögulegt að Aristókles sé undir áhrifum frá
síðari tíma efahyggju í túlkun sinni á Pyrrhoni, þ.e. túlkun Ænesidemosar;
hann er því ekki örugg heimild. Hvað sem því líður samræmist túlkun
hans bæði huglægri og hlutlægri túlkun á setningu la. Samkvæmt hug-
lægri túlkun er ósamkvæmni sýndanna óleysanleg vegna þess að við höfum
engar aðferðir til að greiða úr ósamkvæmninni.
Enn flækjast málin þegar við grennslumst fyrir um vitnisburði um
meinta ályktun Pyrrhons frá þeirri fullyrðingu að við getum ekki ákvarðað
hvemig hlutir eru í eðli sínu til þeirrar fullyrðingar að hlutir séu á engan
sérstakan hátt í eðh sínu. Við grípum í tómt, því að það er enginn annar
vitnisburður en kafli Aristóklesar.25 Ef Pyrrhon heldur þessu fram þá virð-
ist hann hafna lögmálinu um annað tveggja, að minnsta kosti hvað eðh
hlutanna snertdr; hann segir að hlutir séu ekki í eðli sínu F eða ekki-F.26
Samt sem áður sagði Pyrrhon, samkvæmt Díógenesi (9.61), að hlutir væru
á engan sérstakan hátt, og að „ekkert væri gott eða slæmt, réttlátt eða
óréttlátt, og að sama skapi væri aldrei neitt í raun og sannleika, heldur
gerði fólk allt vegna reglna og venju, því að sérhver hlutur er engu meira
hitt en þetta“. Þrátt fyrir að þessi vitnisburðux útiloki ekki hlutlæga túlkun
23 Sjá einnig Bett (2000: 114-23).
24 Sjá PE 14.2.4 = DC26A, 14.17.10 = DC25B, 14.18.6 = DC46.
2í Þó má finna hliðstæð rök hjá Sextosi (M 11.69-78); um stöðu þeirra þar, sjá Svavar
ELrafn Svavarsson (2004: 263-69), Schofield (2007: 304—12).
26 Aristóteles gagnrýnir andstæðinga sína í fjórðu bók Fmmspekinnar (en Pyrrhon
hefar að ósekju verið talinn ril þeirra) um að brjóta bæði mótsagnalögmálið og
lögmálið um annað tveggja.
147