Þjóðlíf - 01.05.1987, Side 57
I N N L E N T
* Enn kennt með „gamla laginu“.
Kennsluhættir á krossgötum?
Athyglisverð rannsókn staðfestir grun margra
NOKKUR undanfarin ár hefur ís-
lenska grunnskólakerfið sætt margvíslegri
gagnrýni. Ýmsum hefur þótt sem kennslu
hafi hrakað með tilkomu grunnskólalaganna
nýju. Höfð eru uppi stór orð, svo sem að
hætt sé að kenna börnum nokkurn skapaðan
nmt, þau dundi sér við verkefni fram eftir
úllum vetri sem ekkert eigi skylt við hefð-
uundinn skólalærdóm. Afleiðingin er sú, að
Sngn, að börn kunna ekkert lengur í íslands-
sögunni, kunni engin ljóð, séu tæpast læs
■yrr en undir fermingu. Og allt á þetta að
vera nýju lögunum að kenna, þ.e. grunn-
skólalögunum frá 1974 en þá var tekin upp
su stefna að markmið grunnskóla væri að
'•efla alhliða þroska, félagslegan, tilfinninga-
egan og vitrænan.“
Þrátt fyrir alla ofangreinda gagnrýni hefur
u,ö farið fyrir rannsóknum á afleiðingum
8runnskólalaganna — og enn minna vita
rnenn um hvort almennri þekkingu í landinu
hefur hrakað eða hún eflst. Hitt hafa for-
eldrar hins vegar lengi haft á tilfinningunni,
að e.t.v. sé víða pottur brotinn í skólakerf-
inu. Nýtt námsefni ruglar marga í ríminu.
Skuldinni er skellt á kennsluhættina, náms-
efnið og ef ekki vill betur á kennarana.
En er þetta nýju lögunum að kenna? Hef-
ur skólakerfið breyst svo við gildistöku lag-
anna, að það sé óþekkjanlegt og jafnvel
verra en áður fyrir nemendur?
Arthur Morthens heldur öðru fram. Hann
hefur verið grunnskólakennari í fjöldamörg
ár og er nú í framhaldsnámi í sérkennslu í
Noregi. Lokaverkefni hans var að taka fyrir
áhrif markmiðsgreinar grunnskóla á íslandi
og aðalnámskrár á kennsluhætti. Niðurstaða
hans kemur eflaust mörgum á óvart. Hún er
í stuttu máli þessi:
Kennarar almennt starfa ekki eftir mark-
miðsgreiningu grunnskólalaganna. f>eir
virðast ekki einu sinni hafa kynnt sér mark-
miðin. Kennarar telja sig ekki hafa fengið
neina tilsögn í nýjum kennsluháttum eða
markmiðsgreiningu, telja sig fá lítinn stuðn-
ing frá sinni skólastjórn og skólayfirvöldum
og kenna langflestir með hefðbundnum
hætti, þ.e. með þeim hætti sem var áður en
nýju lögin tóku gildi og raðað var í bekki
eftir námsgetu.
Könnun Arthurs náði til 24 kennara á
Stór-Reykjavíkursvæðinu. Úrtakið var lítið,
þannig að tæpast er hægt að alhæfa um alla
skóla landsins eða kennara út frá því, en
könnunin sýnir þó hvaða straumar eru undir
niðri. Athyglisvert er, að svokallaðir „opn-
ir“ skólar koma best út úr könnuninni;
kennarar í þeim skólum voru ánægðastir í
starfi, töldu að markvisst væri unnið í skól-
anum að markmiðsgreiningu og töldu sig
vinna með nýja kennsluhætti að leiðarljósi,
þ.e. sveigjanlegum eftir getu hvers og eins
nemanda.
Athyglisverð útkoma þetta.
Þetta er nokkur áfellisdómur yfir skólum
og kennurum landsins. En þeir hafa þó ým-
islegt sér til „málsbóta“. Benda má á, að
„opnir" skólar hafa ýmis einkenni sem
stuðla að þvf að auðvelt er að beita sveigjan-
legum kennsluháttum. Þeir eru litlir, færri
nemendur eru f hverjum bekk og kennarar
eru yfirleitt í skertum stöðum. Þetta síð-
astnefnda er ekki hvað síst mikilvægast:
vinnuálag kennara bitnar auðvitað á
kennsluháttunum. Eða eins og Arthur segir:
„Mikil yfirvinna í færibandavinnu er
kannski afsakanleg; aðeins hluti fisksins
skemmist og fiskur er bara fiskur. En börn,
lifandi börn, eru allt annað".
Helstu hindranir sem kennarar í al-
mennum skólum nefna, er koma að þeirra
mati í veg fyrir að þeir geti beitt sveigjan-
legum kennsluháttum, eru eftirfarandi:
1. Allt of margir nemendur í bekk.
2. Lítill tími til að sinna nemendum faglega.
3. Lítill tími til að sinna nemendum félags-
lega og tilfinningalega.
4. Of mikil kennsluskylda í stað meiri tíma
til undirbúnings kennslu.
5. Of mikil yfirvinna (lág laun).
6. Lítið námsefni til námsaðgreiningar.
7. Stundaskrá þrengir námsmöguleika.
8. Lítill tími til samstarfs kennara í skólan-
um.
OECD-skýrslan margfræga tekur einmitt
mjög sterkt undir það, að kennsluhættir hér
á landi séu yfirleitt í engu samræmi við
grunnskólalögin og aðalnámskrá gunnskóla.
Enn sé verið að kenna „með gamla laginu“
— starfsháttum sem eiga engan veginn við í
því kerfi sem komið hefur verið á fót með
lögunum.
Nú sýnist tvennt til í þessu máli: Annað
hvort verði grunnskólalögunum breytt til
síns fyrra horfs, þannig að ramminn passi
aftur utan um myndina - eða slfólayfirvöld,
skólastjórar og kennarar taki sér tak og
snikki myndina þannig að hún passi í ramm-
ann. Hvort vill fólk heldur?
■ Eftir Auði Styrkársdóttur
57