Þjóðlíf - 01.05.1987, Side 76
L I S T I R
Lítil eyja í hafínu
Hans Alfredson og uppfærsla hans á Atómstöðinni
EF EINHVER SEGIR að ísland sé fallegt,
fyllist ég stolti rétt eins og ég eigi einhvern
þátt í sköpun þess. Tali einhver um fegurð
íslenskrar tungu, líður mér eins og ég hafi
fundið hana upp. Og þegar ég frétti að Hans
Alfredson ætli að setja upp gamanleik
byggðan á Atómstöðinni á Kungliga Drama-
tiska Teatern í Stokkhólmi, finnst mér að ég
hafi skrifað bókina sjálf og legg á mig 15
tíma lestarferð til að sjá sýninguna.
Hans Alfredson er einn vinsælasti leik-
stjóri og kvikmyndaleikstjóri Svía. Hann er
einn þeirra manna sem telja tíð sáðskipti
bæta jarðveginn og auka uppskeruna og
starfar því líka sem leikari, skemmtikraftur,
rithöfundur, búninga- og leikmyndahönnuð-
ur. Ef einhverjar frístundir gefast málar
hann. Þekktastur er hann fyrir 25 ára sam-
starf sitt við Tage Danielson. Margar kvik-
myndir sem þeir félagar hafa gert saman eða
hvor í sínu lagi hafa notið vinsælda á íslandi,
t.d. Eplastríðið, Ævintýri Picassos, Einfaldi
morðinginn (Hans) og Ronja rœningjadóttir
(Tage). Myndin um Ronju var síðasta stór-
mynd Tage Danielsonar, en hann lést árið
1985. Þeim sem finnast sænskar kvikmyndir
leiðinlegar hafa tæplega séð myndir Tage og
Hasse!
„Er hann til í alvörunni?" spurðu nemend-
ur mínir þegar ég tilkynnti þeim að þeir
fengju frí því að ég ætlaði til höfuðstaðarins
að hitta Hans Alfredson. Þó að hann sé
alþýðlegheitin uppmáluð þegar hann birtist í
sjónvarpi eða á kvikmyndatjaldi áttu þessir
norðlensku krakkar erfitt með að ímynda
sér að hann væri af holdi og blóði. Kannske
vegna þess að skýrt heyrist á mæli hans að
hann er ættaður þaðan sem fólk býr í höllum
og herragörðum og skjöldóttar kýr standa á
beit í grænu landslagi meirpart árs. Og bara
er kippkorn til Kaupmannahafnar. En nem-
endur mínir tala harða og skýra norðlensku,
sum jafnvel finnsku — Tornedalsfinnsku —
að móðurmáli þótt sænsk séu. Landið sem
þau byggja er hvorki grænt né gjöfult, held-
ur hvítt og kalt. Og það eru 1500 km til
Kaupmannahafnar.
Til Stokkhólms og leikhúss allra lands-
manna eru hins vegar aðeins 1000 km og 14
tíma lestarferð! Eftir klukkutíma seinkun
komst Norðanstúlkan til höfuðborgarinnar,
en vantaði miða í leikhúsið. Það er alltaf
uppselt, sagði blaðafulltrúinn, en lofaði að
biðja dyravörðinn að setja fram stól handa
mér. Dyravörðurinn sagði „elskan mín, mið-
arnir eru bókstaflega rifnir út, enda er þetta
góð sýning, boðskapurinn nær til fólks á svo
einfaldan og auðskilinn hátt.“
Litla sviðið á Dramaten reyndist ekkert
tiltakanlega lítið og salurinn var þéttsetinn
347 áhorfendum. A undan og undir sýning-
unni er spiluð dunandi djassmúsík. Sviðið er
grátt og rautt og yndislega kauðalegt. Til-
breyting frá ofurglæsilegum leikmyndum
með reyk og rennandi vatni. Heimili Árland
hjóna er fyrir miðju, herbergi Uglu til ann-
arrar handar og hús organistans til hinnar.
Veggir hans eru fóðraðir íslenskum dag-
blöðum og blómin hans máluð á þá. Með
litlum tilfæringum breyttist sviðið í götu í
Reykjavík, allt heila Norðurland eða revíu-
svið fyrir fótmennt og sönglist.
Leikararnir eru eins og klipptir út úr
teiknimyndasögu. Hans Alfredson hefur
sjálfur gert leikmynd og búninga og leggur
■ Lena Nyman og Helena Bergström: Ugla
og Aldinblóö.
með þeim áherslu á hið táknræna í sýning-
unni. Persónurnar, fyrir utan Uglu, eru ekki
lifandi heldur fígúrur. Leikstíllinn er þannig-
að ekkert fer á milli mála að maður er
staddur í leikhúsi. Leikarar eru meðvitaðir
um nærveru áhorfenda, eru kannske í hróka-
samræðum sín á milli, en snúa sér skyndilega
að áhorfendum og láta gullkornin falla beint,
til okkar, svona eins og til að undirstrika orð
sín. Verfremdungseffekt, kallar Hans þetta.
Eftir sýninguna hitti ég tvær íslenskar kon-
ur. Þær sögðu að þeim hefði fundist ógur-
lega gaman, en þetta væri náttúrulega allt
annað verk en bókin.
Hans Alfredson sagði mér, er ég hitti
hann næsta morgun, að ætli maður að vera
skáldsögu hundraðprósent trúr á sviði væri
upplestur úr bókinni eina ráðið.
Ert þú Atómstöðinni trúr í þinni upp'
fœrslu? spyr ég.
„Já, það tel ég mig vera að mestu leyti. Ég
breyti reyndar atburðarásinni nokkuð, bæú
við inngöngunni í NATÓ, en sleppi beina-
þættinum, því hann er Svíum óskiljanlegur-
Skáldið Jónas Hallgrímsson þekkja menn
ekki og skilja ekki samhengið milli róman-
tísks skálds og hersetu á fslandi.“
En þú skiptir um nafn...
„Mér fannst heiðaríegra að gefa sýning'
unni nýtt nafn vegna þeirra breytinga sem ég
hef gert. Mér fannst nafnið á lokasöngnun^.
76