Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Page 86

Þjóðlíf - 01.05.1987, Page 86
L í F S S T í L L Sætu húsin Nærmynd af íbúum Þingholtanna ÞINGHOLTIN í Reykjavík hafa á síðustu árum smám saman verið að fyllast af ungu fólki. Fólki sem kýs nálægðina við miðbæ- inn, hljóðlátar götur með trjám er slúta þokkafull yfir gangstéttar, sérkennilegum húsum, stórum og smáum, timbur- eða steinhúsum. Timburhúsin vekja mesta at- hygli vegfarenda — og forvitni. Og timbrið eitt og sér laðar suma að; því fylgir allt önnur tilfinning að búa í timburhúsi en steinhúsi segja sumir, og flytja í gömul hús og gera upp. Gerast húsbyggjendur, því hús- in eru mörg hver illa farin og þurfa í öllu falli mikið viðhald. Göturnar eru á ný farnar að glymja af hrópum og köllum barna á leið í eða úr Austurbæjarskólanum. Hver veit nema Miðbæjarskólinn verði stór barnaskóli á nýjan leik. Húsin eru ýmist örsmá eða risavaxin — merki um stéttaskiptingu fyrri tíma. Við veitum hér nærmynd af fjórum timburhúsum og íbúum þeirra. ■ Eftir Auði Styrkársdóttur MAGNÚS REYNIR JÓNSSON Bergstaðastræti 33B EITT AF ALMÚGAHÚSUM síns tíma; byggt þröngt og e.t.v. af vanefnum, um 1907. Það hefur þó óneitanlega sjarma eink- um þegar inn er komið, en að utan er ýmsu enn ábótavant. Húsið er lítið, eins og al- múgafólk sætti sig við fyrr á tímum, vinalegt, hlýlegt. Pétur Marvinsson og Sigríður Auðuns- dóttir keyptu húsið fyrir þremur árum. Þau eiga og reka vinsælan veitingastað, Við Tjörnina, í Templarasundi. Þau eiga einnig hluta af Hótel Búðum á Snæfellsnesi, en það hótel hefur laðað til sín ferðamenn víðs veg- ar að vegna afbragðsrétta Rúnars. Hans sér- grein eru fiskréttir og veitingahúsið Við Tjörnina er fyrst og fremst fiskréttastaður en þar má einnig fá afbragðsgóða grænmetis- rétti. Hvers vegna að búa í þessu húsi? Ná- lægðin við miðbæinn. Notalegt hús. Hús sem enn hefur aðdráttarafl. ■ Úr stofunni. Hún er lítil en einstaklega vinaleg. ■ Notalegur setkrókur í fremri stofunni þar sem sjónvarpið er geymt. ■ Rúnar og Sigríður í stofunni. J

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.