Þjóðlíf - 01.09.1987, Page 14

Þjóðlíf - 01.09.1987, Page 14
ERLENT Afcögn Brands_______________ Vesturþýskir jafnaöarmenn á tímamótum ÞAÐ HEFUR GENGIÐ á ýmsu í herbúðum vesturþýskra jafnaðarmanna á síðustu mánuðunt. Allt frá því að þeir fóru halloka í kosningunum til sambandsþingsins í Bonn, sem fram fóru í janúar, hafa deilur og „bræðravíg" verið daglegt brauð í flokknum. Varla voru kjósendur búnir að smeygja at- kvæðum sínunt ofan í kjörkassana, þegar einn fimasti bardagamaður róttæka armsins í flokknum, Óskar Lafontaine, forsætisráð- herra fylkisins Saarlands, viðraði þá skoðun sína í fjölmiðlum að það liafi verið röng af- staða jafnaðarmanna til græningja, sem olli því að þeir fengu jafn lítið fylgi og raun bar vitni (37%). Þessi fullyrðing Lafontainesolli mikilli gremju meðal flokksbræðra hans af hægri vængnum, sem vændu hann um að strá salti í sárin og gera illt verra. Hvort sem hér var um gönuhlaup eða yfirvegaða athöfn að ræða, þá voru þessi ummæli ráðherrans skýrt dæmi þess sundurlyndis, sem vaðið hefur uppi í flokknum og dregið úr honum mátt á síðustu tímum. Það er að vísu umdeilanlegt, hvort jafnaðarmenn hefðu riðið feitari hrossum frá kosningunum í janúar, ef þeir hefðu gert sér dælt við græningja fyrir kosn- ingar. Jóhunnes Rau, kanslaraefni flokksins var harður á því í kosningabaráttunni að stjórnarsamstarf við græningja kæmi ekki til greina, enda ættu þeir síðarnefndu enga santleið með jafnaðarmönnum. Willy Brnndl, formaður flokksins þótti ekki jafn afdráttarlaus í afstöðu sinni til græningja. Þegar hann var inntur eftir hugsanlegu stjórnarstarfi, brá hann gjarna fyrirsig óræð- um véfréttastíl. í viðtali, sem ég átti við Brandt skömmu fyrir kosningar, sagðist hann að vísu eiga erfitt með að ímynda sér, að jafnaðarmenn og græningjar gengju í eina sæng, þó ekki væri nema vegna þess ágrein- ings sem ríkti milli þessara tlokka í utanríkis- og efnahagsmálum. Hins vegar lét hann þá athugasemd fylgja með og brosti út í annað, að það væri auðvitað forsetans rnál, hverjum hann fæli stjórnarmyndun - og einhvers- konar stjórn yrði þjóðin jú að fá. Enda þótt slík untmæli verði tæpast út- lögð á þann veg, að formaðurinn hafi verið áfjáður í samkrull með græningjum, gáfu þau til kynna að Brandt væri hvergi nærri jafn harður á móti þeim grænu og Rau. Það duld- ist heldur engum sem fylgdist með atkvæða- veiðum flokkanna fyrir kosningar, að kanslaraefnið og formaðurinn voru ekkt alltaf beinlínis bróðurlegir hvor við annan. Rau kvartaði m.a. undan því, að formaður- inn styddi lítt við bakið á sér í kosninga- baráttunni. Sömuleiðis þótti honum það ntiður drengilegt þegar Brandt lýsti því yfir , að jafnaðarmenn gætu verið sáttir við að krækja í um 40 prósent atkvæða. í Ijósi þess að Jóhannes Rau sagðist ætla að vinna fýlg' meiri hluta kjósenda, var hann að vonum líd hrifinn af slíku tali úr munni formannsins. ÞAÐ MÁ SEGJA að uppgjörið sem átti sér stað í jafnaðarmannatlokknum eftir kosn- ingar hafi legið í loftinu um nokkurt skeið. Þrátt fyrir að Willy Brandt hafi setið á for- mannsstóli í tæpan aldarfjórðung - lengur en nokkur annar í 120 ára sögu flokksins - leyndi sér ekki að hann átti í erfiðleikum með að hemja andstæða hópa og setja niðuf deilur milli liðsmanna sinna í seinni tíð. Það olli sjálfsagt mestu, að andstæðurnar hata verið að skerpast í flokknunt, auk þess sem því erekki að neita, að þrátt fyrirgóða heilsn og kvikan anda er það vandasamt fyrir öld' ung á áttræðisaldri að halda svo stórri, og ofi á tíðum baldinni hjörð í skefjum. Brandt hafði orðið fyrir nokkurri gagn' rýni tlokksbræðra sinna á allra síðustu ntán- uðum og það var því orðið spurning urn tíma hvenær svo snarpur neisti hrykki að kviknaði í púðrinu. Það gerðist í febrúar, þegar þnU tíðindi spurðust að Brandt hefði ákveðið að ráða unga gríska konu, Margréti Mathíópúl' us, sem blaðafulltrúa flokksins. Sú ákvörðu11 leiddi til þess að einstakir þingmenn jafnaðarmanna veittust að tormanninurn J opinberum vettvangi og létu jafnvel að þvl liggja að hann væri farinn að gera sig sekan um elliglöp. Enda þótt Brandt hafi ávall* þótt fastur fyrir, ef að honurn var sótt, tók hann þessar árásir bersýnilega nærri sér. Hann átti reyndar erfitt með að skilja þetta uppnám, enda taldi hann umræód*1 konu vel að starfinu komna. Margrét þest’1 sem er dóttir grísks jafnaðarmanns og g()^ vinar Brandts, var alin upp í Þýskalandi (1t hafði notið góðrar menntunar, auk þess sem hún hafði þegar fengið nokkra reynslu blaðamennsku. Hún var að vísu grísku^ ríkisborgari, auk þess sem hún var ekki . skrá í jafnaðarmannaflokknum en Bran taldi hvorugt þetta líklegt til að verða hem11 til trafala í starfi. Þvert á nióti var hann á þNl að flokkurinn hefði ekki nema gott af u[1Su og nýju blóði. Þegar honum varð Ijóst, flokksbræður hans væru síður en svo reiðu búnir að kyngja þessum rökum, sa þann kost vænstan að láta af embætti. Is' þess að gegna formennsku fram á næsta eins og til stóð, sagði hann af sér og lagö1 han11 ,tað ár. til 14

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.